fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Lítil mynd um lífið sjálft

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn hafa lengi staðið Dönum og Svíum og jafnvel Íslendingum langt að baki hvað varðar kvikmyndagerð og eru til að mynda eina frændþjóðin sem aldrei hefur unnið kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Til að ráða bót á þessu hefur peningum verið dælt í norska kvikmyndagerð, og virðist sú fjárfesting hafa heppnast nokkuð vel.

Þó að mynd þessi gerist í Bandaríkjunum með bandarískum leikurum eru höfundarnir norskir. Handritshöfundurinn Eskil Vogt gerði síðast hina stórgóðu Blind og leikstjórinn Joachim Trier (já, hann er frændi Lars) er hér með sína þriðju mynd.

Myndin segir frá stríðsfréttaljósmyndara sem deyr í bílslysi og eiginmanni og tveimur sonum sem hún skilur eftir.
Þó að slysið sé miðlægt í sögunni fjallar hún að mestu um afleiðingar þess fyrir þá sem eftir sitja. Er þetta því afar mannleg mynd, eiginlega sú besta af þeim toga síðan meistaraverkið Boyhood var gert. Allir læra eitthvað, tíminn breytir okkur öllum, en vandamálin eru ekki endilega leyst. Það gerist bara í Hollywood-myndum, ekki í lífinu.

Sagan drýpur af sannleika, ekki síst í ræðu Jesse Eisenberg yfir litla bróður sínum. Nei, tilveran verður aldrei aftur jafn ömurleg og í gaggó, stéttaskiptingin er ekki neins staðar jafn skýr og einmitt þar. Við getum þó glaðst yfir því að vera ekki lengur unglingar, lífið heldur áfram.

Norskur rithöfundur sagði mér um daginn að gallinn við nútímabókmenntir sé að fólk lítur á það að skrifa sem starfsferil, í stað þess að gefa sér tíma til að læra um lífið og hafa eitthvað um það að segja. Það er tekst einmitt hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma