fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Dóri DNA ósáttur: „Íslensku tónlistarverðlaunin eru íslensku rottuverðlaunin“

Gísli Pálmi hlaut enga tilnefningu – Íslenskir rapparar sniðgengnir

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 5. febrúar 2016 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 voru kunngerðar í Gamla bíói í dag og fékk rokksveitin Agent Fresco flestar tilnefningar, eða sex talsins. Íslenskir rapparar, sem þóttu gera frábæra hluti á síðasta ári fengu færri tilnefningar en margir áttu von á.

Sjá einnig: Þau eru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna

Plata Gísla Pálma var af mörgum talin ein sú besta sem kom út hér á landi á síðasta ári.
Ekki tilnefndur Plata Gísla Pálma var af mörgum talin ein sú besta sem kom út hér á landi á síðasta ári.

Mynd: Ske

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, er einn þeirra og gagnrýnir hann tilnefningarnar harðlega á Twitter. Hann segist ekkert skilja í því hvers vegna íslenskir rapptónlistarmenn hafi ekki fengið fleiri tilnefningar. Nefnir hann sem dæmi tónlistarmanninn Gísla Pálma sem gaf út eina bestu plötu síðasta árs, að mati dómnefndar Fréttablaðsins, en hann fékk enga tilnefningu.

Dóri nefnir einnig hljómsveitina Úlfur Úlfur sem gaf út plötuna Tvær plánetur um mitt síðasta ár og hlaut mikið lof. Þess ber þó að geta að hljómsveitin hlaut þrjár tilnefningar; flytjandi ársins, lag ársins (Brennum allt) og textahöfundur ársins. Gísli Pálmi fékk hins vegar sem fyrr segir enga tilnefningu. Þá gagnrýnir Dóri það að tónlistarmaðurinn MC Gauti hafi ekki verið tilnefndur sem flytjandi ársins, en MC Gauti fékk enga tilnefningu.

„Íslensku tónlistarverðlaunin eru íslensku rottuverðlaunin. Fokking cheerios rás 2 rusl sem má fokka sér. Hvernig getur GP ekki verið þarna,“ spurði Dóri og vísaði í að Gísli Pálmi hafi ekki fengið tilnefningu. Hann heldur áfram: „Hvernig er Úlfur Úlfur platan ekki plata ársins? Hvernig er Gísli Pálmi ekki með lag og plötu ársins? Af hverju er Gauti ekki flytjandi ársins?,“ segir Dóri og spyr hvernig standi á því að ár íslensks rapps endurspeglist ekki í íslensku tónlistarverðlaununum.

Dóri segir svo að lokum: „Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.“

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn