fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Kamilla starfaði á strípistaðnum Vegas – „Þetta voru ekki frjálsar konur“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. maí 2019 12:45

Kamilla Einarsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamilla Einarsdóttir vakti töluverða athygli þegar hún gaf út sína fyrstu skáldsögu á síðasta ári, Kópavogskróníkuna. Bókin er hispurslaus og segir af ástarævintýrum móður í Kópavogi sem hún lýsir fyrir dóttur sinni. DV ræddi við Kamillu um bókina, framtíðina, veturinn á strípibúllu og þátttökuna í pólitík.

 

Þetta er brot úr stærra viðtali í helgarblaði DV.

 

Löngun í danskan leikskólamat

Kamilla er fertug að aldri, fædd í Reykjavík árið 1979 og alin upp í Hlíðahverfinu. Önnur í röðinni af fjórum systrum. Til fjögurra ára aldurs bjó hún þó í Danmörku en man lítið eftir því.

„Það er svo undarlegt að stundum fæ ég einhverja löngun í danskan leikskólamat. Hrísgrjónagraut með kanilsykri og smjörklípu út í. Þetta er stórskrýtið og sennilega eitthvað djúpt og órannsakanlegt í mér,“ segir Kamilla og hlær.

Var þetta menningarheimili?

„Þetta var venjulegt millistéttarheimili. Eru ekki öll íslensk heimili menningarleg?“

En þú sem barn og unglingur?

„Ég sjálf var hvatvís sem krakki og fannst ekkert alltaf gaman í skólanum. Ég gekk í Hlíðaskóla og svo Menntaskólann í Hamrahlíð. Þegar ég var átján ára fór mér að finnast óbærilega leiðinlegt í skólanum og hætti. Það var einhver uppreisn í mér og ég vildi gera eitthvað sem foreldrum mínum var í nöp við. Þá fór ég að vinna á strípibúllunni Vegas, foreldrum mínum til mikillar skemmtunar og ánægju, við að selja inn og aðstoða á barnum.“

 

Veturinn á Vegas

Á þessum árum í kringum aldamótin var að ganga yfir mikil kynlífs- og klámvæðing í íslensku samfélagi. Erótískar myndir voru sýndar í sjónvarpinu, Bleikt og blátt seldist eins og heitar lummur, kynlífshjálpartækjabúðir spruttu upp og samanlagt voru sjö strípistaðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á landsbyggðinni.

„Þetta var allt annað en í dag. Venjuleg fyrirtæki komu og héldu starfsmannapartíin á strípistöðunum. Þetta var skrýtið fyrir mig að upplifa þetta og sjá viðhorfið til kvenna. Þetta var ekki andrúmsloft þar sem var borin virðing fyrir konum sem jafningjum. Ég var mjög ung og fattaði ekki allt saman, en ég sá að þetta voru ekki frjálsar konur. Þetta voru nánast eingöngu erlendar konur og svo dæmi sé tekið þá voru vegabréfin tekin af þeim þegar þær komu til landsins.“

Kamilla segist ekki hafa lent í neinu óviðurkvæmilegu enda hafi hún haft ýmis forréttindi. Einnig fannst henni á þessum tíma mjög spennandi að vinna á svona vafasömum stað. „Sjarminn var fljótur að fara. Þetta var ansi subbulegt og ég myndi ekki hvetja dætur mínar til að sækja um vinnu á svona stað. En ég kynntist líka fjölda frábærs fólks, heyrði alls kyns athyglisverðar sögur og kynntist stelpum alls staðar að úr heiminum.“

 

Átti dóttur fyrir tímann

Eftir einn vetur á Vegas hætti Kamilla og fór að starfa sem bréfberi. Henni leið vel í því starfi og ætlaði að skrifa bækur eins og skáldið Charles Bukowski, sem margir unglingar héldu upp á. Upp úr aldamótum eignaðist hún tvær dætur. Sú eldri fæddist sem fyrirburi, þremur mánuðum fyrir tímann.

„Það stóð oft tæpt með hana og var heilmikill pakki að vera tuttugu og eins árs gömul með fyrsta barn í þessum aðstæðum. Ég fór allt í einu af stað og það fannst aldrei nein ástæða fyrir því. Hún var aðeins eitt kíló þegar hún fæddist og ýmislegt sem fylgdi, hjartastopp og fleira. Hún var í þrjá mánuði á spítalanum og það var mjög erfitt meðan á þessu stóð. Hún var lengi í rannsóknum á eftir þetta og ýmsar áskoranir sem fylgdu. En sem betur fer fór þetta allt vel og það er í lagi með okkur báðar í dag.“

Tæpu ári síðar kom hin í heiminn, en þá slitnaði upp úr sambandi Kamillu og mannsins hennar.

„Ég varð ein með þær tvær og þá fór ég að huga að því að mennta mig. Að vera einstæð tveggja barna móðir væri ekkert sérstaklega gæfulegt. Þess vegna fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og kláraði svo stúdentsprófið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Mamma og pabbi voru þá nýflutt aftur heim, frá Berlín, og þau veittu mér mikinn stuðning með stelpurnar.“

Eftir stúdentsprófið starfaði Kamilla sem verkefnastjóri hjá frístundaheimili á vegum ÍTR. Hún fór í japönsku við Háskóla Íslands og síðar þroskaþjálfarafræði við Kennaraháskólann en kláraði ekki námið. Þegar þriðja dóttirin kom í heiminn árið 2008 fór hún í sagnfræði við Háskóla Íslands.

„Ég var ein af þessum sem hló í gegnum allt námið að þeim sem kláruðu allt nema ritgerðina. En svo gerði ég það sama sjálf,“ segir Kamilla og brosir. „Mér fannst námið mjög skemmtilegt en þegar kom að endapunktinum var ég farin að vinna og hafði meiri áhuga á öðru en að liggja yfir skjölum á Þjóskjalasafninu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun