fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Davíð Þór: Alltaf að hlusta á mömmusín

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Katrínarson, leikari og Vesturbæingur, segist óttast það mest að missa af lífinu. Hans furðulegasta atvinna var að vera vegvísir hjá Reykjarvíkurborg en besta ráðið sem hann hefur fengið er að hlusta alltaf á mömmu sína. Davíð Þór er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Þegar veðrið er eins og það er þessa dagana, þá reikar hugurinn til síðasta sumars. Á góðviðrisdegi á bekkjunum við Tjörnina líður mér best. Ef tímaflakk er ekki í boði þá líður mér best í hægindastól með bók.

Hvað óttastu mest? Að missa af lífinu.

Hvert er þitt mesta afrek? Ætli það sé ekki að klára Stellu Adler Academy, tuttugu og tveggja og vitlaus.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Lifandi vegvísir hjá Reykjavíkurborg. Við áttum að ganga um bæinn og aðstoða ferðamenn við ýmsa hluti. Við vorum nokkur sem eyddum dögunum frekar að sleikja sólina eða hanga á bókasafninu. Það komst upp að einhverju leyti.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Dramatískar ræður og ósamstæðir sokkar.

Hvernig væri bjórinn Davíð Þór? Hrikalega góður, millidökkur bjór sem fólk getur drukkið endalaust án þess að verða þunnt daginn eftir.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Alltaf að hlusta á mömmusín – ráðið er komið frá mömmu.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Húsverkin eru mér ákveðin hugleiðsla og mér þykir þau almennt ekkert allt of leiðinleg.

Besta bíómynd allra tíma? One Flew Over the Cuckoo’s Nest er ofarlega hjá mér. Lord of the Rings-þríleikurinn á líka stóra stað í kvikmyndahjartanu mínu. Ég elska fantasíumyndir með sverðum og galdrakörlum.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að geta spilað á öll hljóðfæri í heiminum.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki að hafa flutt til Los Angeles, ný orðinn tvítugur, til að læra leiklist. Það er jafnframt það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég hef gert.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Sumt fólk (þ.á.m. ég) ofnotar orðið ÞÚST og SKO og HÉDDNA. Það fer í taugarnar á mér þegar ég tek eftir því í mínu tali. Ekki jafn mikið hjá öðrum.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Allt of margt. Það er vandamál.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég var að ljúka sýningum á Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu. Þessa dagana er ég að kenna krökkum leiklist í Leynileikhúsinu og vinna í hinum ýmsu verkefnum með góðu samstarfsfólki. Þar á meðal er einstaklega spennandi kvikmyndaverkefni með nokkrum af mest spennandi listamönnum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun