fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Magnús Ver um símhleranir og stofnfrumumeðferð: „Ekki um annað að ræða en að draga þá fyrir dóm“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ver Magnússon, einn sigursælasti aflraunamaður sögunnar, hefur verið viðloðandi kraftasport síðan hann var unglingur á Seyðisfirði, en aflið fékk hann við bústörf í Jökulsárhlíðinni sem polli. Blaðamaður DV settist niður með Magnúsi og ræddi við hann um æskuna, einstakan feril, samferðamennina, hleranir, núverandi störf og heilsu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Símhleranir byggðar á sögusögnum

Árið 2015 vann Magnús mál gegn íslenska ríkinu og hlaut miskabætur vegna ólöglegrar meingerðar af hálfu lögreglunnar. Höfðu símar hans og fjölskyldumeðlima verið hleraðir og eftirlitsbúnaður verið settur í bifreið hans. Eftir þriggja ára rannsókn var Magnús loks látinn vita.

„Ég vissi aldrei fyrir víst af hverju þetta kom til, en tel mig vita það. Ég var að taka að mér stráka sem höfðu lent í fangelsi og voru komnir á Vernd, en það er áfangaheimili fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun. Margir þeirra voru með vafasama fortíð og tengsl inn í fíkniefnaheiminn. Þeir voru því hjá mér sex tíma á dag við að dytta að ýmsu á stöðinni. Lögreglan fór og fékk heimild til símhlerunar út frá einhverjum sögusögnum. Þeir þurftu ekki að hafa neitt annað til að fá að hlera.“

Ekki var aðeins sími Magnúsar hleraður heldur einnig sími dóttur hans, sem var skráður á hann.

„Þegar þeir heyrðu ekki neitt grunsamlegt töldu þeir að ég hlyti að vera að nota samskiptaforritið Skype í símanum. En ég var með gamlan síma sem studdi ekki einu sinni það forrit. Svo fengu þeir heimild til að setja hlerunar- og eftirlitsbúnað í bílinn minn. Svo gerðu þeir það sama við sendibíl sem ég leigði til að flytja aflraunabúnað, því þeir voru sannfærðir um að ég væri að fara að sækja eitthvert góss. Þeir þurftu að brjótast inn í bílana til að gera þetta. Beinar hleranir stóðu yfir í mánuð en málinu héldu þeir opnu í þrjú ár. Væntanlega voru þeir að vona að eitthvað myndi detta inn á borð til þeirra sem myndi styðja allar þessar aðgerðir og allan þann pening sem þeir voru búnir að setja í málið.“

Einn dag árið 2014 fékk Magnús síðan hringingu frá lögreglunni.

„Ég var staddur í bíl þegar ég var látinn vita af því að ég hefði sætt rannsókn og svo ætlaði náunginn í símanum að kveðja án þess að segja af hverju. Síðan sveik hann það að senda mér málsnúmerið. Ég fékk mér lögfræðing til að krefja þá svara en það reyndist þrautin þyngri. Það átti að þagga málið niður. Því var ekki um annað að ræða en að draga þá fyrir dóm. Við vissum allan tímann að við værum með unnið mál og bæturnar voru ekki aðalmálið. Við vildum sýna þeim fram á að svona meðferð væri ekki í lagi.“

Sýndi lögreglan einhverja viðleitni til að bæta þér þetta eða rétta þinn hlut?

„Nei, aldrei. Þvert á móti, á þessum tíma, gerðu þeir í því að stoppa mig í umferðinni. Mér fannst svo merkilegt að fyrst þeir voru svona vissir í sinni sök af hverju mættu þeir þá ekki með leitarheimild, það gerðist aldrei.“

Misstir þú álit á lögreglunni?

„Þeir hafa ákveðna vinnuferla og aðferðir sem að mörgu leyti eru skiljanlegar. En miðað við það hvernig þeir fengu þessar heimildir í gegn þá virtust þeir ekki víla það fyrir sér að ljúga. Það er fjöldi góðra manna í lögreglunni sem vinna sín störf af heilindum. En því miður eru skemmd epli inni á milli.“

 

Reynir stofnfrumumeðferð

Öll þessi ár af átaki hafa tekið sinn toll hjá Magnúsi. Nú er svo komið að hnén eru farin að gefa sig vegna slitgigtar og Magnús fékk þann dóm frá læknum að skipta þurfi þeim út.

„Næstkomandi maí fer ég út til Belgíu í stofnfrumumeðferð. Þetta eru óhefðbundnar lækningar en þess virði að láta á þær reyna. Samkvæmt kenningunni á þetta að draga úr verkjum og frumurnar eiga að mynda nýtt brjósk. Einn félagi minn fór þarna út í sams konar aðgerð og líður mun betur eftir hana. Ég vil prófa allt áður en ég fer í hnéskipti.“

Auk þess er hálsinn stífur eftir bílslys sem hann lenti í fyrir um tíu árum. Kom þá mikill hnykkur á hálsinn. Aðeins tveimur mánuðum síðar var keyrt aftan á hann á mótorhjóli. Kom þá aftur hnykkur á hálsinn og getur Magnús vart snúið honum til að líta aftur fyrir sig.

„Ég ríf nú lítið í lóðin núorðið,“ segir Magnús. „Hnén leyfa það ekki og öxlin er orðin slæm líka. Ég æfi minna en ég vildi gera. Alltaf eitthvað samt, því að ég verð verri ef ég sleppi því. Eins og hjá öllum öðrum sækir aldurinn að. Það er búið að nota þennan skrokk og hann er búinn að gera hluti sem hann átti ekki að geta gert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm