fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Hjörvar Ingi um „trophy“-myndirnar – „Íslendingar þekkja þetta ekki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 20:00

Hjörvar Ingi og gíraffinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Trophy-veiði“ er afar eldfimt umræðuefni í samfélaginu. Þrátt fyrir að vera umdeild íþrótt nýtur hún mikillar vinsælda um heim allan. Til að fá innsýn inn í hugarheim trophy-veiðimanns ræddi DV við Hjörvar Inga Hauksson.

Hjörvar Ingi hefur búið á Hornafirði allt sitt líf. Frá barnsaldri hefur hann veitt dýr og segir að veiði sé honum nánast í blóð borin. Hjörvar hefur tvisvar sinnum farið í veiðiferð til Afríku og skotið framandi dýr eins og gíraffa, antilópu og puntsvín.

Undirritaður blaðamaður viðurkennir að skilja ekki þetta „sport“, rétt eins og allar aðrar tegundir af veiði, og reyndi eftir fremsta megni að gæta hlutleysis.

Sjá einnig: Hjörvar Ingi stundar umdeilda „trophy“-veiði: „Þetta snýst ekkert endilega um það að drepa“

Hjörvar Ingi ásamt Daniel og Nicole, eigendum Sunguti Safaris. Hann lítur á þau sem vinafólk sitt í dag.

Myndin mikilvæg

Innan trophy-veiðinnar er myndin mjög mikilvæg, út á það gengur eiginlega „leikurinn“. En myndin má ekki vera hvernig sem er. Það eru óskráðar, en mikilvægar, reglur sem þarf að fylgja sem Hjörvar segist snúast um „virðingu“.

„Fólk horfir á trophy-veiði eins og dýrið sé skotið og það sé tekin mynd og svo sé restinni hent. En það er ekki svoleiðis. Það er eins langt frá því og hægt er. Ef þú skoðar trophy-myndir þá eru þær yfirleitt ekki sóðalegar. Oftast sést ekki í blóð á þessum myndum. Dýrin eru hreinsuð, blóð úr andliti, skotsárum og öðru fjarlægt. Svo eru teknar myndir,“ segir Hjörvar.

„Leiðsögumennirnir eru mjög fljótir að stoppa þig af ef þú hefur einhverja hugmynd um að taka mynd af þér með dýrunum á einhvern óviðeigandi hátt. Þá benda þeir þér á að þetta sé vanvirðing og ef þú vilt taka svona mynd, þá sé það svo sem allt í lagi, en þeir leggja það til við þig að þú birtir þessar myndir ekki,“ segir Hjörvar.

Hjörvar Ingi og kúdúantilópa sem hann skaut. Hann deilir myndum á Instagram-síðu sinni @hjorvingi.

Margir myndu líta svo á að með því að drepa dýrið þá sértu að vanvirða það en þú lítur svo á að meðan það er hreinsað og stillt upp þá sé það virt, er þar línan dregin?

„Já, í raun og veru. Línan er eiginlega dregin þar. Þetta er hreinsað og gert eins snyrtilegt og hægt er. Myndin verður falleg. Þessu er ekki stillt upp eins og líki,“ svarar Hjörvar.

„Íslendingar þekkja þetta ekki. Yfirleitt eru trophy-myndir hjá Íslendingum sóðalegri en þekkist úti og það er það sem kemur óorði á þetta, ef þetta er haft sóðalegt. Við tökum með okkur vatn á veiðistaðinn og erum með bursta með okkur.“

Þú getur lesið viðtalið við Hjörvar Inga í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“