fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld gefst áhugasömum tækifæri til að sleppa tökunum og dansa í þágu góðgerðarmála.

Það er Kraftur ásamt Yoga Shala og Yoga Moves sem stendur fyrir viðburðinum. Tómas Oddur, jógakennari segir þetta einstakan núvitundarviðburð. „Kraftur er félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hulda Hjálmarsdóttir, formaður félagsins kemur alltaf til mín í Yoga moves en hún kom að máli við mig og vildi fá mig í þetta verkefni. Við erum sem sé að fagna tuttugu ára afmæli Krafts og allir þeir sem koma fram gefa vinnuna sína. Miðaverð er 3900 krónur og rennur allur ágóðinn til Krafts.

Þetta er því kjörið tækifæri að koma saman, fá geggjaða útrás í dansi, jóga, hugleiðslu og tónheilun en styrkja á sama tíma gott málefni.

Ásamt mér mun DJ Margeir stýra tónlistinni, YAMAHO kemur fram og Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari leggur sitt lóð á vogaskálarnar. Lífið er núna eru einkennisorð Krafts og minnir okkur á að gleðjast yfir þeim sigri að fá að lifa í andartakinu „núna“. Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega, eitt andartak?”

Tómas segir þátttakendur þurfa að mæta í þægilegum fötum og hafa jógadýnu meðferðist. „Við leiðum ykkur svo inn í núið og vellíðan. Við byrjun á því að setja tóninn fyrir kvöldið, tökum svo öndun og hugleiðslu.

Í gegnum seiðandi tóna förum við svo inn í nærandi jógaflæði sem byggist svo upp í frjálst danspartí.

Þar fá allir tækifæri til að sleppa tökunum, dilla sér og dansa en aðal markmiðið er auðvitað bara að hafa gaman,“ segir Tómas og bætir við að ásamt því verði gerðar ýmsar æfingar. „Við förum í allskonar stöður og leiki sem hjálpa okkur að komast í grúvið en við erum með frábæra plötusnúða sem eru þrælvön að halda uppi stuðinu. Dansinn er nefnilega eitt það öflugasta tól sem við höfum til að stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu. Ég mæli því heilshugar með að sem flestir komi í kvöld, mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni.“

Núvitundarpartíð fer fram í Norðurljósasal Hörpu og hefst klukkan 20:00, áhugasamir geta keypt miða á harpa.is.

Viðburðinn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta