fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Jói Fel í yfirheyrslu: „Ég þoli nefnilega ekki aumingja“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Felixson, eða Jói Fel eins og Íslendingar þekkja hann, hefur bakað úrvals brauð og bakkelsi í fjöldamörg ár. Hann hefur gefið út metsölubækur um matreiðslu og hefur nýlega vakið athygli fyrir að vera lunkinn listmálari.  DV tók Jóa í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn?

Er í sambúð með Evu frá Vestmannaeyjum (sumir vita hvað það þýðir). Ég á svo tvö yndisleg börn, Rebekku og Jóa Fel Jr. Svo fylgdi með í kaupbæti ein fósturdóttir.

Fyrsta starfið?

Ég byrjaði að vinna sem bakari 16 ára, þannig að það er fyrsta alvöru starfið. En nokkur sumur þar á undan vann ég sem handlangari hjá smiðum og múrurum.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Að setja mig alltaf í spor annarra til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.

Trúir þú á drauga?

Það er ekki hægt að trúa á það sem er ekki til.

Hvað vildir þú verða þegar þú varst krakki?

Var ekki krakki. En ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en komst svo að því að maður þarf víst að vera mjög góður til þess. Eftir það langaði mig bara að elda og baka.

Ertu með fóbíu fyrir einhverju?

Ég þoli ekki grænar baunir. Svo er ég alltaf svaka hræddur við að stinga nýjum græjum í samband, held alltaf að ég fái straum eða allt slái út.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

Vakna alltaf klukkan fimm svo ég hafi tíma fyrir sex.

Uppáhaldsíþróttalið á Íslandi?

Er fæddur og uppalinn í Safarmýrinni þannig að ég er Frammari.

Mannkostir þínir?

Tel mig vera harðduglegan. Ég þoli nefnilega ekki aumingja.

En lestir?

Æi, stundum er ég sonna aumingi.

Hver myndi leika þig í kvikmynd?

Ólafur Darri, enginn annar myndi þora því.

Uppáhaldshljómsveit?

Dimma, Bubbi og Bó.

Sturta eða bað?

Sturta. Ég kemst ekki ofan í baðkar.

Te eða kaffi?

Kaffi og ekkert sull.

Hvað tekur þú í bekk?

Aðeins minna en ég gerði fyrir 20 árum.

Leiðinlegasta húsverkið?

Ég komst að því að það er hægt að strauja heima hjá sér. Ég skil það ekki og hef aldrei gert það og mun aldrei gera það nokkurn tímann. Enda kann ég það ekki og langar ekki að læra það.

Átt þú gæludýr?

Hundurinn Snúður hefur fylgt mér í 11 ár og nú á hann kærustu.

Eitthvað að lokum?

Gott ef enginn les þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára