fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Sólveig Anna: Ótrúleg grimmd gagnvart þeim sem ljúka ekki námi

Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar – „Kvalalosti í samfélaginu“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi til formanns Eflingar segir ótrúlega grimmd ríkja í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem hefur að einhverjum ástæðum ekki lokið námi. Hún segir í viðtali í helgarblaði DV að hún hafi snemma lært að lesa sér til gagns en hún hafi ekki fundið sig í skóla.

„Það má segja að ég sé heimaskóluð, mér leiddist í alvöru skóla og vildi frekar vera heima að lesa. Ég vildi fá að vera í friði, leitaði inn í bókaheim og eyddi miklum tíma þar,“ segir Sólveig Anna. Hún lauk aldrei stúdentsprófi. „Ég flosnaði bara upp úr námi, þegar ég var unglingur var ég bæði þunglynd og kvíðin, það var meginástæða þess að ég hætti í skóla. Ég fann mig bara aldrei í skóla, það var bara ekki staður fyrir mig.“

Þessi grimmilega láglaunastefna gagnvart ómenntuðu fólki er eitthvað svo sjúk

„Það er ótrúleg grimmd í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem hefur af einhverjum ástæðum ekki lokið námi. Ástæðurnar eru margvíslegar, geðræn vandamál, fátækt á heimilum, neysla. Þessi grimmilega láglaunastefna gagnvart ómenntuðu fólki er eitthvað svo sjúk, hugsaðu þér, það á að refsa fólki alla ævi fyrir það að hlutirnir gengu illa á unglingsárunum. Það er eins konar kvalalosti í samfélaginu, að láta fólk skrimta alla ævi á launum sem eru ekki boðleg fólki,“ segir Sólveig.

Hún segir það siðferðislega rangt að borga fólki lág laun og það geti ekki staðist að það sé vilji almennings, en til að breyta því þurfi samstöðu. „Við sem erum í láglaunastörfum þurfum að hætta að láta eins og við getum sjálfum okkur um kennt eða að það skipti engu máli hvað við segjum því við séum svo leiðinleg, vitlaus og ómenntuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“