fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Gisele Bündchen opnar sig um sjálfsvígshugsanir í nýrri bók sinni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gisele Bündchen er ein þekktasta fyrirsæta okkar tíma. Hvort sem þú fylgist með tískunni eða ekki, er líklegt að þú þekkir nafn hennar og andlit.

En það sem er ekki á allra vitorði, fyrr en núna, er að í byrjun ferils hennar átti hún við andlega erfiðleika að stríða.

Í nýrri ævisögu hennar, Lessons: My Path to a Meaningful Life, segir hún frá að fyrir 15 árum síðan, um það leyti sem ferill hennar var að byrja, þá glímdi hún við kvíða.

Kvíðinn hófst í flugferð, og leiddi til þess að Bündchen hræddist göng, lyftur og önnur lokuð rými. Á endanum íhugaði Bündchen sjálfsvíg eins og hún segir frá í bókinni.
„Ég hugsaði í alvörunni um að enda þetta bara og þannig myndi ég aldrei þurfa að hafa áhyggjur meira,“ segir hún í viðtali við People.

https://www.instagram.com/p/BoHEGB5lupw/?utm_source=ig_embed

Hún leitaði sér aðstoðar og fékk uppáskrift á Xanax, en ákvað að sleppa lyfjum og einbeitti sér í staðinn að hollu mataræði og ástundum jóga og hugleiðslu.

„Ég reykti, drakk flösku á hverjum degi og nokkra kaffibolla og hætti því öllu á einum degi. Ég hugsaði ef að þetta ætti einhvern þátt í að mér liði svona, þá yrði ég að hætta því.“

Segir hún að þrátt fyrir að hlutirnir hafi litið fullkomlega út, þá hafi hlutir í hennar einkalífi ekki verið í lagi. Hún segir þó að hún hafi lært mikið af erfiðleikunum.

„Mér fannst kominn tími til að deila einhverjum af veikleikum mínum og ég gerði mér ljóst að þrátt fyrir allt sem ég hef reynt, þá myndi ég ekki breyta neinu, af því ég tel að ég sé sú sem ég er vegna þessarar reynslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins