fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Með og á móti – Borgarlína

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur

„Fólk áttar sig ekki alltaf á því að það er grundvallarmunur á samgöngum í borg og í dreifbýli. Höfuðborgarsvæðið er orðið borg og í borgum er samkeppni um fermetrana. Í dag myndi enginn byggja risastórt einbýlishús með garði í miðborginni. Það sama á við um samgöngur, það er ekki endalaust pláss í borgarumhverfi fyrir einkabíla. Strætó í dag situr fastur í umferðinni en Borgarlína veitir honum forgang fram yfir bílana og þá verða almenningssamgöngur þægilegur valkostur fyrir fleiri. Hinn valkosturinn leiðir bara til meiri tafa og þrengsla. Rafbílar munu líka sitja fastir því það er ekki pláss. Bílum mun áfram fjölga og það er áfram gert ráð fyrir tugum milljarða í vegabætur, Borgarlínan á hins vegar að verða til þess að fjölgunin verði meiri í almenningssamgöngum en í bílum.“


Á móti

Sævar Þór Jónsson, lögmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

„Ég tel að það séu ekki rekstrarforsendur til þess að setja 70 milljarða í Borgarlínu því hún tekur ekki mið af byltingunni sem er að fara af stað í samgöngumálum sem snýr að sjálfkeyrandi bílum og fleiru. Því tel ég það úr takti að ætla að fara að eyða öllum þessum fjármunum þegar það er svo margt að gerast í samgöngumálum í heiminum. Það þarf að breikka og byggja önnur samgöngumannvirki en þar þarf líka að horfa til framtíðarinnar. Ég hef ekki trú á því að þessi Borgarlína sé framtíðin, við þurfum að staldra við og sjá hvað gerist. Með sjálfkeyrandi bílum verða samgöngur skilvirkari og öruggari, krafan mun verða að styðja við sjálfkeyrandi bíla og þá er Borgarlína engin lausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“