fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Þetta er skoðun Bubba á laginu B.O.B.A með JóaPé og Króla

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið B.O.B.A með JóaPé og Króla hefur slegið rækilega í gegn hér á landi undanfarnar vikur. Í byrjun lagsins eru eftirminnileg ummæli Bubba rifjuð upp sem hann lét falla þegar hann lýsti boxbardaga fyrir margt löngu.

Í bardaganum, sem fór fram árið 2002, ætlaði Bubbi að stafa orðið bomba en mismælti sig svo útkoman varð boba, B.O.B.A. Sjálfur kveðst Bubbi vera hrifinn af laginu ef marka má stutt viðtal við hann í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

„Lagið er flott,“ segir Bubbi og bætir við að hann verið búinn að tapa sér í æsingi með þeim afleiðingum að eitt „m“ gleymdist. „Þannig varð bobafrasinn til. Gaman að þessu,“ segir hann.

Myndbandið við lagið má sjá hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=qIU9RkQV2xg&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum