fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Ágúst kynntist ástinni í fellibyl

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. september 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Magnússon, heimspekikennari við Wisconsin-háskólann í Milwaukee, kynntist eiginkonu sinni, Katie, í fellibyl í Flórída árið 2004 þegar þau stunduðu nám við Eckerd-háskólann.

„Þetta var langversta fellibyljatímabil í sögu Bandaríkjanna en það met var reyndar slegið ári síðar. Þarna riðu yfir fjórir fellibyljir, Charlie, Frances, Ivan og Jeanne, sem skildu eftir sig mikið mannfall og eyðileggingu. Þeir voru allir á beinni braut til Tampa/St. Pete þar sem við bjuggum.“ Ágúst var 22 ára gamall og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna áður. Eftir tvo daga á heimavistinni var öllum skipað að yfirgefa skólann þar sem Frances stefndi á skólann.

„Flestir krakkarnir fóru heim til sín en ég var alveg ráðalaus. Þá bauð einn nemandi mér að koma og gista í strandhúsi þar sem yrði haldið fellibyljapartí. Mér þótti það ekki gáfulegt í ljósi þess að húsið var alveg við hafið en ég átti ekki annarra kosta völ.“ Þarna var skrautlegt lið, pönkarar og níhilistar. Sumir fóru á brimbretti þegar veðrið var hvað verst.

Fellibylurinn Ivan skall svo hratt á að nemendum Eckerd gafst ekki tækifæri til að flýja. Ágúst hitti Katie fyrst í neyðarskýli og „það var þá sem augngoturnar byrjuðu.“ Þau flúðu bæði næsta dag. Ágúst flaug til Chicago en þegar hann sneri aftur hófst sambandið.

Hvorki Charlie, Frances né Ivan gerðu mikinn usla í Eckerd þar sem þeir beygðu frá á síðustu stundu. Sá fjórði virtist minni en hinir og nemendunum var ekki gert að flýja. En hann gekk hægar yfir. „Það flæddi um allt. Maður horfði á vatnið koma inn um dyrnar og allir voru að troða handklæðum í allar gættir en vatnið hélt áfram að rísa. Enginn dó en þetta var mikill hasar.“

Ágúst og Katie giftust árið 2008 og tveimur árum síðar eignuðust þau soninn Jóakim Dylan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 1 viku

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar