fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Þetta gerðist á Brask og brall 15 mínútum eftir að stjórnin féll

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brask og Brall er ein stærsta íslenska Facebook-síðan. Félagatalið þegar þessi frétt er skrifuð telur 108.478. Á síðunni getur fólk auglýst til sölu hluti sem það vill losna við. Stjórnandi hópsins og stofnandi er Frank Höybye.

Frank eyðir nokkrum tímum á dag til að fylgjast með að allt fari vel fram á síðunni. Frank var á Facebook þegar þau tíðindi bárust Björt framtíð hefði ákveðið að slíta samstarfinu og að ríkisstjórnin væri fallin.

Það leið ekki langur tími þar til Frank hafði breytt forsíðumynd hópsins. Í stað þess að þar væri auglýsing fyrir fyrirtæki Franks, Slökkvitæki ehf, mátti sjá mynd þar sem Flokkur fólksins var auglýstur. Það tók því ekki margar mínútur fyrir kosningabaráttuna að hefjast.

Frank segir í samtali við DV að hann hafi verið einn að verki og enginn skipt sér að þessari ákvörðun.

„Ég sá húmorinn í þessu og kaldhæðnina. Ég styð Flokk fólksins og það er ekkert leyndarmál. Þeir styðja lítilmagnann,“ segir Frank og bætir við: „Þetta fékk að standa þar til í hádeginu.“ Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um nýjustu vendingar í stjórnmálum á Íslandi.

Fyrir Flokk fólksins kemur fall ríkisstjórnarinnar hins vegar á besta tíma. Flokkurinn hefur verið að skora nokkuð hátt í könnunum undanfarið en þann 2. september síðastliðinn mældist Flokkur fólksins með tæplega ellefu prósent og fengi sjö þingmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta og Króli eiga von á dreng

Birta og Króli eiga von á dreng