fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Jón Gnarr: Finnst ég aldrei hafa verið veikur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í helgarviðtali við DV ræðir Jón Gnarr um athyglisbrest sinn. Þar er hann spurður hvort hann telji að það hafi haft áhrif að hann, sem varð borgarstjóri, hafi talað opinberlega um athyglisbrest sinn. Jón segir: „Ég hef oft fundið að ég væri fyrirmynd hjá þeim sem einhverra hluta vegna eiga undir högg að sækja. Ég er dæmi um einstakling með athyglisbrest sem hefur náð árangri. Sumt sem ég geri í daglegu lífi er tví- eða þríverknaður og ég lifi með því. Það er gæfa mín í lífinu að eiga góða fjölskyldu og vini sem taka mér eins og ég er.

Þegar ég var krakki var fullorðna fólkið mikið að hvísla um mig. Ekki fyrir framan mig en ég skynjaði það á hegðun þess að eitthvað gríðarlega mikið væri að mér. Ég held að það hafi sín áhrif, ég hugsaði mikið um það hvort það væri eitthvað miklu meira að mér en bara það að ég væri rauðhærður.

Athyglisbrestur er gríðarlega gildishlaðið hugtak. Mér finnst ég alltaf sjá meira af því að farið sé að tala um athyglisbrest sem sjúkdóm. Mér finnst ég aldrei hafa verið veikur. Mér finnst athyglisbrestur vera ákveðin tegund af heilastarfsemi, ekkert betri eða verri en einhver önnur tegund. Núna er það þannig að fyrstu viðbrögð mín við að heyra orðið „athyglisbrestur“ er gleði. Mér finnst fólk með athyglisbrest yfirleitt skemmtilegt fólk sem býr til áhugaverða hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni