fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Halldór ber ábyrgð á bongóblíðunni

Halldór Gunnarsson bjó til nýyrðið bongóblíða árið 1988 – Kom fyrst fram í texta við lagið Sólarsamba

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugtakið bongóblíða hefur á undanförnum áratugum fest sig í sessi sem eitt allra æðsta stig tungumálsins yfir hið sjaldséða íslenska góðviðri. Höfundur orðsins er Halldór Gunnarsson, en nýyrðið smíðaði hann fyrir texta lagsins „Sólarsamba“ sem Magnús Kjartansson sendi í undankeppni Eurovision árið 1988. Hann kveðst alls ekki hafa grunað að orðið myndi verða mikilvægur hluti af veðurorðaforða Íslendinga 30 árum síðar.

Hljómsveitin Bræðrabandalagið söng um bongóblíðu í undankeppni Eurovision árið 1988.
Sólarsamba Hljómsveitin Bræðrabandalagið söng um bongóblíðu í undankeppni Eurovision árið 1988.

„Þetta var fjörugt lag, mikil samba og sól í því. Þegar ég gerði textann byrjaði ég á því að búa til sviðsmyndir af góðviðrisdegi í borginni. Þá rifjaðist upp fyrir mér að við strákarnir fórum oft út með gítar og bongótrommur og spiluðum saman þegar veðrið var gott,“ segir Halldór, sem margir kannast einnig við úr hljómsveitinni Þokkabót. Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“

Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar. „Ég kveikti ekki á því að þetta væri eitthvað sérstakt fyrr en fólk fór að taka orðið upp. Þetta varð mjög fljótlega hluti af daglegu máli. Mér fannst það mjög skemmtilegt.“

Samkvæmt upplýsingum af timarit.is hefur notkun orðsins í íslenskum fjölmiðlum aukist jafnt og þétt frá lokum níunda áratugarins. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongóblíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór og hlær dátt.

Sólarsamba

Brot úr texta lagsins

Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú)Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt.Sjáið hvernig lífið læturþað er lýgilegra en nokkur orð fá sagt.

Þett’ er algjör bongó blíðaog básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.frá hljómskálanum sömbutónar líða út í loftþegar lúðra sveitin þeytir heitan brag.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=cW08oPJtL88?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt