fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Svipmyndir úr miðborginni árið 1989: Þekkir þú fólkið á myndunum?

Auður Ösp
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 15 ára þarna og í skólanum var ljósmyndun og framköllun í boði sem valfag. Ég fór því í einhverja ljósmyndaleiðangra í bæinn. Þetta er afraksturinn af því,“ segir Magnús Hákon Axelsson Kvaran en meðfylgjandi ljósmyndir tók hann á köldum vordegi í miðborginni á því herrans ári 1989.

Magnús deildi myndunum inni á facebookhópnum Gamlar ljósmyndir nú á dögunum við góðar undirtektir. Segir hann forvitnilegt að vita hvort einhverjir kannast við fólkið sem bregður fyrir á myndunum. Einn af meðlimum hópsins bendir á að strætisvagnabílstjórinn á einni af myndunum sé Kristinn Árni Árnason heitinn, fyrrum vagnstjóri á Leið 13, en sú leið ók á milli Lækjartorgs og Breiðholts.

Í samtali við blaðamann kveðst Magnús óviss um nákvæma dagsetningu. Hann giskar þó á myndirnar séu teknar einhvern tímann á tímabilinu febrúar til apríl. „Ég veit bara að þetta er frá fyrri part ársins 1989. Julian lennon platan á einni myndinni kom út það ár. Ég útskrifaðist úr skólanum það vor. Það er snjór í esjunni, og sumum á myndunum er greinilega kalt. þetta er allt á sömu filmunni svo líklega allt tekið sama daginn.“

„Ég hafði ekki vit á að spyrja neinn að nafni og var bara að grafa þetta upp núna nýlega og skanna inn,“ bætir Magnús við en framköllunaraðferðir voru skiljanlega ögn frumstæðari undir lok níunda áratugarins. „Ég var að framkalla filmuna sjálfur, og stækka myndir á pappír í myrkraherbergi. Þá skipti líka einhverju máli að taka myndina sæmilega rétt. Maður gat ekki eytt filmum bara út í bláinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna