fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Jón Valur reiðist myndbirtingu þingmanns: Sagður vera tvífari Tarantinos

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, birtir á FB-síðu sinni nokkuð skondna ljósmynd af hinum heimsfræga kvikmyndaleikstjóra, Quentin Tarantino, og við hlið hans mynd af Jóni Vali Jenssyni, þekktum guðfræðingi, bloggara og baráttumanni fyrir kristilegum og þjóðlegum gildum. Með myndunum skrifar Gunnar Hrafn:

„Tarantino er búinn að fara í major plastík aðgerðir til að geta leikið hlutverk lífs síns í mynd sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur: „Jon Valur: A Story“

Jón Valur kann ekki að meta myndbirtinguna og spaugið og bregst reiður við. Hann skrifar ummæli undir færslunni:

„Hvað telur þessi þingmaður sig vera? Mér var sagt frá þessu og að þetta hefði verið skrifað hér í háði. „Ekkert fyndið við þetta hjá honum,“ var athugasemd þess, sem lét mig vita. En hvaða borgara landins ætlar Gunnar Hrafn Jónsson að taka næst fyrir með líkum hætti? Og er þetta partur af viðleitni hans til að ná til kjósenda sinna, meðan Alþingi er í sumarfríi – að níða saklausa og birta líka fleira niðrandi um þá í stað þess að kasta út slíkum innleggjum? Og er þetta kannski til marks um örvæntingu Pírata í fylgishruni þeirra – verða persónuárásir svar þessa gagnslausa flokks til að vekja á sér athygli?“

Gunnar Hrafn biður Jón Val um að róa sig, segir að hér sé ekkert níð á ferð heldur sé það öfundsvert að líkjast einum mesta listamanni samtímans í útliti:

„Rólegur, þetta er besti leikstjóri allra tíma og í miklu uppáhaldi hjá mér. Næst líki ég þér kannski við Orson Welles eða Nelson Mandela, tveir kappar sem ég elska líka en vill svo illa til að þeir líkjast þér ekki í útliti kæri vin

„Jón Valur, þú ert sláandi líkur einhverjum mesta listamanni samtímans, margir virðast sammála, og ég vildi eiginlega óska að ég væri í sömu sporum. Nákvæmlega ekkert níð hér á ferð þó að ég vildi óska að JVJ gerði fleiri kvikmyndir “🙂

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt