fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Sveinn Hjörtur kærir kynferðislegt ofbeldi á Facebook: Misnotaður í æsku – Hefur hátt – „Frjáls!“

Formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur fékk senda typpamynd – Opnar sig til að hjálpa öðrum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 17:20

Formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur fékk senda typpamynd – Opnar sig til að hjálpa öðrum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða hvað ég ætti að gera. Í fyrstu var algjör skömm að hafa upplifað þetta. Ég, víkingurinn, mótorhjólamaðurinn. Ég sem get ansi margt og geri ýmislegt. Hvernig gat ég í ósköpunum gefið leyfi á svona misnotkun? Gaf ég leyfi? Hvers vegna ég?“

Ég sat uppi með geigvænlega reiði og á mér var brotið – aftur! En nú hef ég hátt.

Þetta segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Hann opnaði sig nýverið á einlægan hátt um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem drengur. Hann greindi frá þessu á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að vitna í frásögnina. Sveinn ákvað að opna sig um þessa erfiðu og sáru lífsreynslu í þeirri von að aðstoða aðra, ekki síst ókunnugt fólk.

Hann varð nýlega fyrir stafrænu kynferðislegu ofbeldi á samskiptamiðlum þegar karlmaður sendi honum grófa klámfengna mynd af sjálfum sér á Facebook, en um var að ræða mynd frá manni í ábyrgðarstöðu, grófa mynd af manni með allt niðrum sig. Við það fór Sveinn hvort sem honum líkaði betur eða verr 33 ár aftur í tímann og erfiðar minningar rifjuðust upp. Sveinn segir:

„Lyktin og minningin um verkstjórann minn sem misnotaði mig er ekki góð. Ég hugsaði um það þá hvers vegna ég hafi hreinlega ekki lamið helvítið. Hvers vegna sló ég hann ekki? Hvers vegna gerði hann þetta? Hvað átti ég að gera? Hvað gat ég gert?“ spyr Sveinn og heldur áfram:

„Já, fyrir rúmlega 30 árum var ég misnotaður af eldri manni sem var verkstjórinn minn þegar ég var ungur, um 13 ára gamall unglingur. Ég reyndi lengi vel að gleyma þessu og einhvern veginn tekst manni það. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera og í raun plata hugann. Það hefðu fáir trúað því þá sem gekk á í huga manns. Ég faldi þetta innra með mér og nú, löngu seinna er sem eitthvað opnist og í allri umræðunni um lögmanninn sem fékk uppreist æru, og hafði að baki ótal fórnarlömb, þá brast eitthvað hjá mér.“

Sveinn segir að sárin hverfi aldrei en eftir sitji ör lífsreynslunnar.

Sveinn Hjörtur var beittur kynferðisofbeldi sem ungur maður - Hann steig fram til að skila skömminni og vonast til að aðstoða aðra.
Ungur maður Sveinn Hjörtur var beittur kynferðisofbeldi sem ungur maður – Hann steig fram til að skila skömminni og vonast til að aðstoða aðra.

„Hvernig við lifum með þessar sálrænu aftökur barnaníðinga og kynferðisbrotamanna sem eru oft ótrúlega útsjónarsamir og skipulagðir, getur oft verið vandasamt og snúið. Þessir menn sem eru uppfullir af sjálfum sér og hafa ekkert siðferði, þeir koma sér sem lengst áfram og sem fyrst í fyrri stöðu til að halda áfram. Nýlegt dæmi er um lögmann sem misnotaði ótal fórnarlömb og á að starfa á ný sem lögmaður og er dæmdur barnaníðingur.“

Sveinn segir að einn þolandinn sé dóttir vinkonu hans.

„Við…við sem sitjum í skugganum og berum einn erfiðasta kross lífs okkar, við erum sjaldan spurð hvað okkur finnst. Hvað okkur finnst um að barnaníðingar fái plástur og á vissan hátt annað tækifæri. Við gáfum aldrei leyfi, við fengum ekkert tækifæri og sum okkar gáfust hreinlega upp.“

Ég hugsaði um það þá hvers vegna ég hafi hreinlega ekki lamið helvítið. Hvers vegna sló ég hann ekki?

Sveinn segir að barnaníðingur hætti ekki að vera barnaníðingur.

„Honum er ekki „batnað“ eftir að hafa markvisst komist aftur í ábyrgðarstöðu og jafnvel orðið lögmaður á ný með ábyrgð. En ég get þó þakkað umræðunni um mestu viðbjóði afbrotamanna – barnaníðinga, sem taka okkur af lífi andlega og sleppa með litla refsingu, þakkað því að ég þori að stíga fram. Það eina sem er sagt við okkur er að við eigum að treysta þeim aftur. En, í einhverju formi halda þeir áfram, – nýleg dæmi er sönnun þess!“

Ótti og skömm

Faðir Sveins starfaði sem lögreglumaður. En þrátt fyrir að ekki væri langt að fara til að láta yfirvöld vita af kynferðisofbeldinu þorði Sveinn því ekki. Óttinn og skömmin kom í veg fyrir það. Í staðinn lét hann engan vita.

„Á tímabili fannst mér ég varla vita af þessu sjálfur – svo sterk er afneitunin í huga manns af upplifuninni og við deyfum okkur með ýmsum hætti.“

Langt yfir línuna

Ein ástæða þess að Sveinn ákvað að hafa hátt er að fyrir nokkrum vikum leitaði karlmaður á hann, og fór langt yfir „eðlilega siðferðislega línu“ líkt og Sveinn orðar það. Við það létu gömlu minningarnar á sér kræla, þögnin, skömmin.

„Og eftir sat ég sem hró. Ég stóri maðurinn, ég sat uppi með geigvænlega reiði og á mér var brotið – aftur! En nú hef ég hátt. Mig langaði til að koma mannskömminni fyrir kattarnef, mig langaði til að gera svo margt, ég var reiður, en ég hugsaði með mér að það leysti ekkert. Ég yrði þá önnur tegund ofbeldismanns. Ég hugsaði mig um og lét háværa rödd hugans sem sagði við mig: Hafðu hátt…segðu frá…ekki þaga lengur!“

Hrósar yfirvöldum

Frásögn hans af ofbeldi sem hann varð fyrir hefur vakið mikla athygli.
Sveinn Hjörtur Frásögn hans af ofbeldi sem hann varð fyrir hefur vakið mikla athygli.

Sveinn leitaði til lögreglunnar og hrósar henni fyrir nærgætni.

„Seinna málið er komið til ákæruvaldsins. Ég kærði því ég hugsaði: hvað með alla hina? Hvað með þá sem þjást í þögninni? Hið fyrra er mál sem ég get ekkert gert í – of langt síðan. En með aðstoð margra, fórnarlamba sem stíga fram, lögreglumannsins sem tók á móti mér, vinar míns sem skrifaði svo snilldarlegan pistil um sína upplifun og þorði að koma fram, öðrum góðum félaga sem steig fram fyrir nokkrum árum og hefur hjálpað mörgum, allt karlmenn og fólk sem þorðu að stíga fram.“

„Á tímabili fannst mér ég varla vita af þessu sjálfur – svo sterk er afneitunin í huga manns af upplifuninni og við deyfum okkur með ýmsum hætti.“

Það var ekki auðvelt að stíga fram og greina alþjóð frá því sem hafði gerst. Vonast Sveinn til að hans skref verði öðrum hvatning til að „kasta skömminni.“ Sveinn segir að lokum:

„Kannski mun fólk eiga erfitt með að lesa og hreinlega trúa því að ég hafi lent í raun sem þessari. En gleymum því þá ekki að hún er hluti af þroska í stærra mengi og öll í átt að bjartari leið því vissulega er hægt að segja að: grýtt sé leiðin til stjarnanna.

Höfum hátt – við megum aldrei þagna – skiljum skömmina eftir hjá þeim sem eru viðbjóðslegir og leyfum þeim að bera kross skammarinnar, hlekki sektarkenndarinnar, og óværu sálarinnar. Verum frjáls!“

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Í gær

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli