Petra Baldursdóttir er ein af þeim 25 stúlkum sem taka þátt í Ungfrú Ísland í ágúst
Í sumar vinna keppendur Ungfrú Ísland 2017 hörðum höndum að því að koma sér í gírinn fyrir keppnina sem verður haldin þann 26. ágúst næstkomandi í Hörpu. Petra Baldursdóttir er ein þeirra. Petra hefur lengi haft mikinn áhuga á fegurðarsamkeppnum og lengi langað að taka þátt sjálf. Draumurinn varð að veruleika þegar hún var valin úr hópi 200 umsækjenda til að taka þátt síðastliðið vor. Petra kveðst hafa lært mikið frá því að æfingar fyrir keppnina hófust og er þakklát fyrir að vera hluti af hópnum. Hér að neðan má lesa smákynningu um Petru.
Petra Baldursdóttir
„18 ára.“
„Ég er á þriðja ári í Borgarholtsskóla.“
„Margir reyna að rakka okkur niður á samfélagsmiðlum.“
„Í gegnum tíðina hef ég fylgst mikið með fegurðarsamkeppnum. Mér finnast þær mjög áhugaverðar. Út frá því hvernig stelpur sem hafa tekið þátt segja frá sínu ferli langaði mig að skrá mig í keppnina og fá að upplifa það sama og þær fengu að gera. Ég lét samt engan vita þegar ég skráði mig. Nokkru síðar var ég, ásamt 200 öðrum stelpum, boðuð í viðtal. Það gekk mjög vel og nokkrum dögum síðar fékk ég að vita að ég hefði verið valin til þátttöku í Ungfrú Ísland 2017.“
„Þetta er frábær lífsreynsla og ég væri til í að upplifa þetta aftur og aftur. Við höfum gert svo margt saman og erum orðnar mjög góðar vinkonur. Við stöndum allar saman. Ég gæti aldrei komist í gegnum þetta án þessara stelpna.“
„Ég hef skoðað endalaust mikið af kjólum. Þetta er mögulega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Það að velja prinsessukjól er ekkert grín. Ég veit að þónokkuð margar stelpur í keppninni eru komnar með kjól en ég er enn að skoða þetta.“
„Það verður 26. ágúst í Hörpu.“
„Já, maður finnur fyrir miklum fordómum hjá fólki. Margir reyna að rakka okkur niður á samfélagsmiðlum. Ég reyni að horfa fram hjá því. Það er samt stundum erfitt að horfa upp á fólk eyða tíma sínum í að drulla yfir keppendur eða keppnina sjálfa. Svo hugsar maður oft að þetta gætu verið stelpur sem komust ekki áfram eða fólk sem nærist á leiðindum á netinu og elskar að vera leiðinlegt við annað fólk. Svo er líka fólk sem hefur bara sínar skoðanir og það er allt í lagi. Oftar en ekki er þó verið að alhæfa um atriði sem fólk veit ekkert um.“
„Ég hef lært að vera ég sjálf þegar ég kem fram. Við erum mikið á gönguæfingum þar sem við lærum að ganga á hælum og hvernig við eigum að beita okkur í keppninni. Ég hef líka lært að láta mér standa á sama um það sem öðrum finnst. Ég er í þessari keppni fyrir mig sjálfa, engan annan.“
„Ég hef öðlast mikla reynslu í að koma fram opinberlega. Hugsa vel um mig, rækta sjálfstraustið. Til dæmis opnaði ég snappið mitt í byrjun sumars. Þar segi ég frá sjálfri mér og því sem ég er að gera hverju sinni. Í byrjun var þetta með því erfiðasta sem ég hef gert í lífinu. Það tók mig næstum viku að setja myndband í My Story þar sem ég er sjálf að tala. En í dag er mér alveg sama og það gengur mjög vel.“