fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

McEnroe er stoltur femínisti

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. júní 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tenniskappinn og Wimbledon-meistarinn Jonn McEnroe segist stoltur af því að vera femínisti. Hann segir í viðtali við Sunday Times að það að eiga dætur hafi gert hann meðvitaðan um stöðu kvenna í íþróttaheiminum.

Hann segir fáránlegt að kvenkyns tennisleikarar fái lægri greiðslur en karlmennirnir. McEnroe, sem er orðinn 58 ára gamall, segist oft vera spurður um hvort honum finnist að atvinnukonur í tennis eigi að fá jafnmikið verðlaunafé og karlmenn þar sem tenniskeppni þeirra sé venjulegri styttri en karla. McEnroe á gott svar við þessu og segir: „Þótt kvikmynd sé þriggja og hálfs tíma löng jafngildir það ekki því að hún sé betri sem sú sem er níutíu mínútur.“

Seinna bindi sjálfsævisögu McEnroe, But Seriously, kemur út seinna í þessum mánuði. Fyrra bindinu, Serious, lauk árið 2002 þegar hann hafði skilið við leikkonuna Tatum O’Neal og stóð í forræðisdeilu við hana sem lauk með því að hann fékk forræði yfir þremur börnum þeirra. McEnroe hefur verið kvæntur söngkonunni Patty Smyth frá árinu 1997 og þau eiga tvær dætur. McEnroe, sem þótti á árum áður hinn mesti skaphundur, hefur mildast mjög með árunum. Hann rekur listagallerí í New York og segist nú vera á betri stað en nokkru sinni áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum