fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Jonah Hill er gjörbreyttur

Hefur líklega sjaldan verið í betra formi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski gamanleikarinn Jonah Hill virðist hafa tekið sig hressilega á í mataræðinu því kappinn hefur líklega sjaldan verið í betra formi en einmitt nú.

Þessi 33 ára leikari, sem sló í gegn í myndum á borð við Superbad og 21 Jump Street, hefur átt í erfiðleikum með að viðhalda kjörþyngd og sveiflast upp og niður.

Mens Healt-tímaritið greinir frá því að leikarinn hafi nýlega sést í Los Angeles í æfingagallanum með hollustudrykk í hönd. Leikarinn virðist hafa verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið auk þess virtist hann hafa bætt á sig talsverðum vöðvamassa.

Árið 2015 var greint frá því að vinir og vandamenn leikarins hefðu áhyggjur af heilsu hans og hefðu hvatt hann til að fara til einkaþjálfara.

Þess má geta að þessi bráðskemmtilegi leikari er með fjölmörg verkefni á sinni könnu þessa dagana. Meðal þeirra er myndin Don‘t Worry, He Won‘t Get Far on Foot í leikstjórn Gus Van Sant, en hann leikstýrði meðal annars myndunum Good Will Huntin og Milk með Sean Penn í aðalhlutverki. Í myndinni, sem kemur út á næsta ári, leika einnig Joaquin Phoenix, Jack Black og Rooney Mara svo dæmi séu tekin.

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum