fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

HEFÐARFRÚ Í ÍSLENSKRI HÖNNUN

Lafði Victoria Hervey (40) er Íslandsvinur:

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan lafði Victoria Hervey var ein af sérstökum gestum Reykjavík Fashion Festival sem haldin var í Hörpu í mars síðastliðnum. Auk þess að bregða sér á tískupallana á RFF, skoðaði Hervey sig aðeins um á Íslandi og á Instagramsíðu hennar má sjá myndir og myndbönd frá skoðunarferðum hennar.

Hervey tekur sig vel út í íslenskri hönnun í íslensku landslagi.
LAFÐIN OG LANDSLAGIÐ Hervey tekur sig vel út í íslenskri hönnun í íslensku landslagi.
Hervey stillti sér upp fyrir myndatöku með fjölda góðra gesta RFF og þar á meðal Degi borgarstjóra.
RFF MEÐ DEGI Hervey stillti sér upp fyrir myndatöku með fjölda góðra gesta RFF og þar á meðal Degi borgarstjóra.

Töff

En það má segja að Hervey hafi tekið fleira með sér frá Íslandi en góðar minningar. Hún hefur greinilega einnig heillast af íslenskri hönnun því á myndum sem teknar eru eftir Íslandsheimsóknina, má sjá hana í fatnaði og með skart eftir íslenska hönnuði.

Hér má sjá Hervey skarta Infinity armbandinu frá Vera Design.
FLOTT SKART Á GÖNGU Hér má sjá Hervey skarta Infinity armbandinu frá Vera Design.

Hervey fór út með hundinn sinn í Eaton Square í London. Á myndinni sést hún klæðast Unnur Iceland úlpu frá Cintamani og Hekla norðurljósaskóm frá Mörtu Jónsson skóhönnuði, auk hringa frá Vera Design, bæði Krosshringnum og Æðruleysisbænarhringnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra