fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Þetta er barnfóstran sem eiginmaður Mel B barnaði

„Hann niðurlægði mig oft fyrir framan Lorraine“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudaginn sagði fyrrum kryddpían, Mel B, fyrir dómi að eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, hefði barnað barnfóstruna þeirra og síðar borgað henni háa upphæð fyrir að fara í fóstureyðingu. Þá segir Mel B að Stephen hefði sofið hjá barnfóstrunni í þau 7 ár sem hún vann fyrir hjónin.

Mel B, sem stendur þessa dagana í skilnaði við Stephen segir að hann hafi brjálast þegar hún rak barnfóstruna, sem heitir Lorraine, árið 2015. Mel mætti í dómsal síðastliðinn mánudag þar sem hún hafði óskað eftir að fá nálgunarbann á Stephen.

Þá sagði Mel í dómssalnum. „Hann niðurlægði mig oft fyrir framan Lorraine með því að bera okkur saman og segja hversu falleg og ung hún væri, en ekki ég.“ Hún kveðst ekki hafa vitað af meintu sambandi eiginmannsins við barnsfóstruna fyrr en nokkrum árum eftir að það hófst.

Mel sagði jafnframt í dómsal að Stephen hefði sagt sér að Lorraine væri ófrísk árið 2014. Í fyrstu hafi hann viljað eiga barnið en að lokum fór Lorraine í fóstureyðingu. Þá segir Mel að Stephen hefði neytt hana til að stunda kynlíf með barnfóstrunni og honum.
Ekkert hefur heyrst frá barnfóstrunni eftir að Mel B sagði frá meintu sambandi þeirra en systir hennar tjáði sig við bandaríska slúðurmiðla í gærkvöldi og segir ekkert hæft í þessum ásökunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann