fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Kynþokkafyllsta glæpamanni heims snúið við á Heathrow

Fékk ekki að koma inn í landið

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Meeks, 32 ára glæpamaður sem varð frægur á einni nóttu eftir að lögregluembættið í Stockton í Kaliforníu birti mynd af honum á Facebook, var rekinn frá Bretlandi síðdegis í gær skömmu eftir að hann lenti á Heathrow flugvelli.
Meeks, sem er orðinn heimsþekkt fyrirsæta, flaug til London frá Los Angeles en hann var bókaður í nokkrar myndatökur og átti að koma fram í útgáfuteiti hjá nýju blaði þar sem hann prýðir forsíðu nýjasta tölublaðsins.

Eftir nokkra bið á Heathrow var Meeks sendur til New York. Umboðsmaður Meeks sagði við fjölmiðla að Meeks hefði ekki verið handtekinn heldur haldið af landamæravörðum og meinaður aðgangur inn í landið þrátt fyrir að vera með rétta pappíra.

Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið
Myndin sem kom honum á kortið Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið

“Hann var mjög ósáttur. Þeir leyfðu honum ekki að koma inn í landið og fór út í vél í lögreglufylgd.”
Myndin af Meeks sem birtist árið 2014 vakti mikla athygli þar sem Meeks þótti gífurlega myndarlegur. Meeks var dæmdur í fangelsi fyrir brot á vopnalögum og á meðan hann sat inni fékk hann samning við Blaze Models. Síðan þá hefur hann verið eftirsótt fyrirsæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann