fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Bublé-hjónin fá góðar fréttir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Bublé og argentínska leikkonan Luisana Lopilato tilkynntu í nóvember síðastliðnum að eldri sonur þeirra, Noah þriggja ára, hefði greinst með krabbamein í lifur. Bublé sagði þá við aðdáendur sína: „Á þessum erfiða tíma biðjum við einungis um bænir ykkar og að þið virðið einkalíf okkar. Það er langt ferðalag framundan og ef Guð lofar, vonumst við til að vinna þessa baráttu með aðstoð fjölskyldu, vina og aðdáenda um allan heim.“

Noah hefur meðal annars verið í geislameðferð. Nýlega tilkynnti söngvarinn á Facebook-síðu sinni að meðferðin hefði tekist vel og læknar væru afar bjartsýnir á að Noah myndi ná fullum bata. „Hann hefur sýnt mikið hugrekki allan tímann og það hefur veitt okkur innblástur,“ sagði Bublé sem þakkaði læknum og hjúkrunarfólki innilega og bar mikið lof á störf þeirra. Söngvarinn þakkaði einnig Guði.

Bublé og Lopilato gengu í hjónaband árið 2011. Auk Noah eiga þau soninn Elias sem er eins árs. Veikindi eldri sonarins hafa tekið mjög á fjölskylduna en hjónin hafa bæði verið frá vinnu vegna þeirra. Þegar veikindin uppgötvuðust sagði Bublé að hann myndi ekki syngja á ný fyrr en Noah hefði náð fullum bata. Hann hefur gert eina undantekningu og það var þegar hann söng í fjársöfnun BBC fyrir börn í neyð. Þar söng hann Beach Boys-lagið God Only Knows.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts