fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Elsta systkinið er gáfaðast

Það er umhyggju foreldranna að þakka

Kristín Clausen
Laugardaginn 11. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa hagfræðingar, við háskólann í Edinborg, blandað sér í umræður er snúa að því hvort elsta systkinið sé með hærri greindarvísistölu heldur en þau sem yngri eru. Þessu hefur verið haldið fram um nokkurt skeið og hafa ýmsir vísindamenn birt niðurstöður rannsóknar málstað sínum til sönnunar.

Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar hagfræðinganna benda fastlega til þess að elsta barnið í systkinahópnum sé yfirleitt gáfaðra heldur en yngri börnin og er það umhyggju foreldranna og öðrum umhverfisáhrifum að þakka en ekki erfðum.

Ástæðan er því ekki erfðafræðileg heldur sú að elsta barnið fær óskipta athygli foreldra sinna og lærir þess vegna meira.

Einnig er talið að það komi greind elsta barnsins til góða að þau sjá um að kenna yngri systkinum sínum eitt og annað.
Þeir sem eru ekki svo lánssamir að vera elsta systkinið í hópnum þurfa þó ekki að örvænta vegna þessa því þessi munur á greind elsta systkinisins og þeirra yngri er ekki svo mikill.

Talið er að munurinn sé aðeins 1,5 stig á hefðbundnum mælikvarða greindarvísitöluprófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts