fbpx
Föstudagur 19.desember 2025

Gunnar Smári axlarbrotnaði og ætlar í framboð: „Þetta verður listi þeirra sem hafa brotnað vegna vanrækslu borgarinnar“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson vandar Reykjavíkurborg ekki kveðjurnar eftir að hafa runnið í hálkunni og axlarbrotnað.

„Ég axlarbrotnaði í hálkunni og fer í aðgerð á morgun þar sem öxlin verður skrúfuð saman. Þegar ég vakna eftir aðgerðina ætla ég að hefja undirbúning framboðs til borgarstjórnarkosninga,“ segir Gunnar á Facebook-síðu sinni. Hann er þegar farinn að huga að stefnumálum.

„Þetta verður listi þeirra sem hafa brotnað vegna vanrækslu borgarinnar við að sandbera eða salta gangstéttir, hefnd hinna brotnu gegn borgaryfirvöldum sem er fyrirmunað að sinna einföldustu hlutum sem snúa að öryggi og lífskjörum borgarbúa. Kannski víkkum við framboðið út svo það nái líka yfir láglaunafólk sem borgarstjórn greiðir skammarleg laun og kann ekki að skammast sín fyrir. Og lífeyrisþega, láglaunafólk og annað fátækt fólk sem hefur mátt þola grimma húsnæðiseklu á meðan borgin byggir aðeins fyrir túrista og hina ríku. Og kannski fleiri, fer eftir því hvernig svæfingin fer í mig,“ segir Gunnar Smári að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah