fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Frosti hjólar í „apaheilann“ á hvíta Toyota-bílnum: „Sumir eru bara fæðingarhálfvitar“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason vandar ökumanni hvítrar Toyotu-bifreiðar ekki kveðjurnar í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar Frosti um umferðarmenninguna á Íslandi og mikilvægi þess að sýna stillingu í umferðinni.

Frosti segir að það geti reynst góður mælikvarði á geðheilsu manna hversu vel þeir kunna að bregðast við áreiti í umferðinni á götum höfuðborgarsvæðisins. Sjálfur hafi hann lært að mikilvægt sé að halda ró sinni, sýna þolinmæði og stillingu.

„Þrátt fyrir að hafa aldrei trúað á neitt sem kalla megi æðri máttarvöld þykir jafnvel mér, trúvillingnum, viðeigandi að kyrja þar stundum æðruleysisbænina góðu, en hún minnir á að stundum reynist best að sætta sig bara við það sem maður ekki fær breytt.“

Frosti bendir réttilega á að við eigum að forðast að láta skapið hlaupa með okkur í gönur. Það valdi skærum og illdeilum sem við getum vel verið án í okkar litla samfélagi.

„Þess vegna er gott að hafa í huga að öll höfum við gengið í gegnum sama umferðarskóla og þreytt sameiginlegt próf til ökuréttinda. Það sameinar okkur öll í lífsins ólgusjó og hjálpar okkur að komast klakklaust í gegnum frumskóginn sem samgöngukerfi landsins er,“ segir Frosti áður en hann veður í ökumann sem varð á vegi hans í gær.

„Það var því með nokkuð ævintýralegum ólíkindum að fylgjast með apaheilanum á hvíta Toyota Hybrid bílnum sem ók norður eftir Reykjanesbrautinni í morgun. Manngerpið var á undan mér í aðrein að brautinni en í stað þess að ná upp hraða umferðarinnar, gefa stefnuljós og sveigja svo varlega inn í strauminn ákvað fíflið að aka á fimm kílómetra hraða og bíða þess að bílar á hraðbrautinni myndu nema staðar til að hleypa honum inn sem þeir gerðu auðvitað ekki. Í huga mínum hélt ég inni flautunni og gargaði hressilega á kauða. Sumir eru bara fæðingarhálfvitar sem eiga alls ekki að vera með ökuréttindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan