fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þetta gerðist þegar Sólrún Diego snappaði undir stýri: „Ég er í mjög miklu sjokki.“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 16. október 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er ég á leiðinni í búð, eins og þið vitið fer ég einu sinni í viku í búðina og ég dálítið á hraðferð núna en ég ætla að sína ykkur matseðilinn og innkaupalistann og allt það þegar ég fer ….. Sjitt.“

Á þessum tímapunkti missti snappchat-stjarnan Sólrún Diego stjórn á bílnum sem hún ók og endaði á eftirmynd af barni sem gert var úr pappa. Í myndbandinu sem er á vegum Landsbjargar sjáum við Sólrúnu Diego keyra undir áhrifum snjalltækis.

„Ég heiti Sólrún Diego. Við ætlum að taka smá tilraun á meðan ég snappa og keyri,“ segir Sólrún í myndskeiðinu sem hefur vakið talsverða athygli enda málefnið brýnt.

Í kynningartexta frá Landsbjörgu segir:

„9 af hverjum 10 telja það að senda skilaboð undir stýri vera mjög hættulegt! En skoðanakannanir sýna að 4 af hverjum 10 stunda þessa hegðun. Ert þú einn af þeim?“

Eftir ökuferðina sem endaði illa, sagði Sólrún:

„Ég er í mjög miklu sjokki. Ég titra inni í mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað ég horfði mikið á sjálfan mig í símanum á meðan ég var að keyra. Mér fannst ég ekki vera keyra hratt en athyglin fór öll í símann. Ég keyrði á barn í þessum aðstæðum sem ég var í. Ég á barn og ég gæti sett mig í þessi spor að keyra á barn eða mitt barn. Þetta voru miklar tilfinningar. Ekki snappa og keyra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“