fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Rithöfundur í sárum eftir að keppendur í Útsvari þekktu hann ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. september 2017 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld var hinn vinsæli þáttur Útsvar á dagskrá Sjónvarpsins þar sem Akranes rótburstaði Snæfellsnebæ. Ein var þó sú spurning sem enginn keppanda hafði svör við. Lesinn var texti úr íslenskri skáldsögu sem fjallaði meðal annars um plokkfisk og spurt var hver væri höfundurinn.

Annað liðið stakk upp á Sjón en hitt á Andra Snæ Magnasyni. En hvorugt svarið var rétt. Höfundur textans er Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Eiríkur hefur sent frá sér fjölmargar ljóðabækur og skáldsögur en þekktasta verk hans er líklega skáldsagan Illska sem kom út árið 2012 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bókin hefur verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.

Í stað þess að vera upp með sér yfir því að vera spurningaefni í Útsvari er Eiríkur miður sín yfir því að keppendur skulu ekki hafa þekkt sig. Í kvöld skrifaði Eiríkur á Facebook-síðu sína:

„Oh, glatað. Spurt um mig í Útsvarinu. Og enginn vissi hver ég var! #ómigauman

Þess má geta að gagnrýnandinn og ritstjórinn Kolbrún Bergþórsdóttir hefur oft sagt að skáld séu viðkvæmar sálir og sannast það ef til vill hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos

Sweeney hannar eigin undirfatalínu með stuðningi Jeff Bezos
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela