fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fókus

Hermann kom eiginkonu sinni rækilega á óvart á áttræðisafmælinu: Myndband

Einlægur og fallegur flutningur – Gift í hartnær 60 ár

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. september 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Ragnarsson ákvað á dögunum að koma Sjöfn Bergmann, eiginkonu sinni til 57 ára, rækilega á óvart. Afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði sem mun án efa snerta hug og hjörtu ótalmarga. Hér er á ferð lýsandi dæmi þess að ástin vex og dafnar með aldrinum.

Í tilefni af áttræðisafmæli Sjafnar á dögunum ákvað Hermann að syngja fyrir hana lagið „Ég vil fá mér kærustu“ sem margir þekkja í útgáfu hljómsveitarinnar Hjálma. Voru það barnabörn þeirra hjóna sem birtu myndskeiðið á Youtube í byrjun mánaðarins en fram kemur í lýsingu á síðunni að þau Hermann og Sjöfn hafi gengið í hnapphelduna árið 1960 og „fetað æviveginn síðan.“

Fram kemur að sem ungur maður hafi Hermann heyrt lagið í leiksýningunni Ævintýri á gönguför og varð hann þá staðráðinn í að eignast svona kostum prýdda kærustu.

„Hann fann, ótrúlegt en satt eina slíka, yngismeyna Sjöfn Bergmann, sem passaði svona glimrandi vel við lýsinguna og það sem meira var þá náði hann að vinna hug hennar og hjarta.“

Hægt er að horfa á einlægan flutning Hermann hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=czRgqAC7DAE&w=600&h=400]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 1 viku

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty