fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Kim bregður sér í gervi Cher

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamelljónið og sjálfudrottningin Kim Kardashian slær ekki slöku við fyrir framan myndavélarnar. Fyrr í vikunni vakti hún mikla athygli fyrir myndaseríu í tímaritinu Interview þar sem hún brá sér í gervi dáðustu forsetafrúr Bandaríkjanna, Jackie Kennedy Onassis.

Myndaserían hefur vakið viðbrögð og sýnist sitt hverjum um að Kim sé skrifuð á forsíðu sem hin nýja aðalfrú Bandaríkjanna („America´s New First Lady“) og líkja margir myndatökunni við guðlast.

En Kim lætur ekki slá sig út af laginu og næsta myndataka er orðin opinber og þar bregður Kim sér í gervi söngkonunnar Cher, sem oft er nefnd sem drottning popptónlistarinnar, enda ekki margar sem hafa verið jafn lengi í bransanum og hún.

Að þessu sinni er um að ræða forsíðu septemberblaðs Harper´s Bazaar Arabia.

„Hún hefur alltaf haft svo flottan stíl, ég er heilluð af henni,“ segir Kim. „Að hugsa sér að hún hafi klæðst svona á áttunda áratugnum og hvaða skoðanir fólk hafði á því.“

Cher var brautryðjandi í DGAF klæðaburði, sem hreinlega útleggst sem „ég er sama hvað þér finnst“ og það er sama viðhorf og Kim aðhyllist. Henni er alveg sama þó að hún fái gagnrýni fyrir kynþokkafullar myndatökur, eftir að hún varð móðir.

„Í lok dags er ég samt ég sjálf,“ segir Kim. „Ef að ég eyk sjálfstraust mitt með kynþokkafullum myndatökum, þá er ég sátt. Það eru kannski ekki allir sammála því og það er alltaf staður og tími fyrir allt. Sumt sýni ég börnunum mínum og annað ekki. En alla jafna er ég sátt við þær. Í hófi.“

Hún hvetur aðrar mæður til að gera það sem fær þær til að líða vel. „Þó að þú sért móðir, þá þýðir það ekki að þú hættir að vera kynþokkafull.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 4 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”