fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Tímasetningin vond fyrir foreldrana

Haustverk í sveitinni gætu komið í veg fyrir að foreldrar Tryggva Snæs komist út

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Snær Hlinason, hávaxni bóndasonurinn úr Bárðardalnum, hafði aldrei æft körfubolta fyrir tæpum fjórum árum og kunni varla reglurnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann færi með U-20 ára landslið Íslands á herðunum í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í sumar og væri valinn í úrvalslið mótsins. Í kjölfarið skrifaði hann undir atvinnumannasamning við Spánarmeistara Valencia og er nú á leiðinni í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, sem hefst á fimmtudaginn. Hljómar ótrúlega en er satt.

Svartárkot fallegasti staður landsins

Tryggvi er alinn upp í Svartárkoti í Bárðardal, fallegasta stað á landinu að hans sögn. Svartárkot er innsti bær í dalnum, í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli, og langur vegur að fara í næsta þéttbýli. „Fjölskyldan mín býr þar með um 450 vetrarfóðraðar kindur en stundar alls konar aðra vinnu samhliða búskapnum. Fyrir utan þessi hefðbundnu sveitastörf rekur fjölskyldan mín gistiheimili í dalnum, Kiðagil, og svo tínist ýmislegt til, önnur ferðaþjónusta og þjónusta við rannsóknir til dæmis.“

Smalamennska gæti stöðvað foreldra

Tímasetning Evrópumótsins er afleit fyrir ættingja Tryggva hvað varðar að þeir geti komist út til að fylgjast með en sauðfjárbændurnir foreldrar hans verða á fullu í haustverkum, smalamennsku og fjárragi. „Þetta er afleitur tími. Þau eru búin veltast yfir þessu heillengi og eru í algjöru basli með að velja. Ég veit ekki hvort þau komast og ég skil það fullkomlega ef þau geta það ekki. Aðra helgina í mótinu, 9. til 10. september, eru fyrstu göngur í Svarfaðardal þaðan sem pabbi er ættaður og hefur smalað í áratugi. Það er það eina sem hann missir aldrei af og hann er í tómum vandræðum karlinn, skiljanlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun