fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Bernskuslóðirnar lifna við í máli og myndum

Marlín Birna stofnaði Óðinsgötu-hóp á Facebook

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest eigum við hlýjar og góðar minningar um bernskustöðvarnar, heimilið sem við ólumst upp á, leikvöllinn sem við lékum okkur á, vinina og leikfélagana í æsku og eftir því sem við verðum eldri verður skemmtilegra að rifja þessar minningar upp með myndum og sögum, bæði okkar eigin og annarra sem urðu á vegi okkar.

„Mig langaði að stofna hóp á Facebook fyrir þau okkar sem ólumst upp á Óðinsgötu, og nágranna okkar,“ segir Marlín Birna, stofnandi hópsins sem innan við viku síðar telur 115 meðlimi.

Marlín Birna, sem fædd er árið 1971 og hefur verið búsett í London í nokkur ár, ólst upp hjá ömmu sinni og afa að Óðinsgötu 30a. Margir meðlima hópsins (greinarhöfundur þar á meðal) sem léku við Marlín Birnu, sem börn, muna vel eftir ömmu hennar og afa, sem bæði eru fallin frá. Þau voru eðalfólk heim að sækja og börn alltaf velkomin á þeirra heimili.

„Hópurinn er ætlaður íbúum, fyrrverandi íbúum og hollvinum Óðinsgötu,“ segir Marlín Birna og hvetur þá sem lýsingin á við til að sækja um inngöngu í hópinn sem heitir einfaldlega Óðinsgata og deila skemmtilegum myndum og sögum.

Óðinsgata er í Þingholtunum í Reykjavík. Hún tilheyrir Ásgarði og nær frá Skólavörðustíg að Nönnugötu.
Óðinsgata Óðinsgata er í Þingholtunum í Reykjavík. Hún tilheyrir Ásgarði og nær frá Skólavörðustíg að Nönnugötu.

Mynd: Mynd/ja.is

Margir hafa þegar tekið fram gömul myndaalbúm og deilt myndum frá sinni barnæsku í hópnum og er gaman að rifja upp kunnugleg andlit, þekkta karaktera úr hverfinu, fyrirtæki og verslanir sem horfin eru á braut og fleira. Frá Óðinsgötu var líka stutt í leiksvæði á Skólavörðuholtinu og í Hljómskálagarðinum svo dæmi séu tekin.

„Hvergi betra að læra að hjóla en á miðri Óðinsgötu á sínum tíma. Engir hjálmar, hjólabrækur, einstefnur, hraðahindranir, eða skábílastæði enda lagt beggja megin.Hjólið var keypt í Erninum sem þá var á Spítalastíg og ég get enn fundið lyktina þar inni sem var sambland af gúmmíi, smurolíu og lími. Einnig man ég enn lyktina í Prentsmiðjunni í næsta inngangi sem sá okkur ungunum fyrir nægum pappír og gott betur en það.Götumyndin sést a.m.k. ágætlega á þessari mynd,“ segir Guðbjörg Helga.
„Sumarið 1980 – Dagurinn sem ég lærði að hjóla.“ „Hvergi betra að læra að hjóla en á miðri Óðinsgötu á sínum tíma. Engir hjálmar, hjólabrækur, einstefnur, hraðahindranir, eða skábílastæði enda lagt beggja megin.Hjólið var keypt í Erninum sem þá var á Spítalastíg og ég get enn fundið lyktina þar inni sem var sambland af gúmmíi, smurolíu og lími. Einnig man ég enn lyktina í Prentsmiðjunni í næsta inngangi sem sá okkur ungunum fyrir nægum pappír og gott betur en það.Götumyndin sést a.m.k. ágætlega á þessari mynd,“ segir Guðbjörg Helga.
„Óðinsgötu 30A í kringum 1980. Saumaklúbbur Marlínar, Gerðar og Lindu löngu fyrir tölvur og síma,“ segir Marlín Birna.
Saumaklúbbur „Óðinsgötu 30A í kringum 1980. Saumaklúbbur Marlínar, Gerðar og Lindu löngu fyrir tölvur og síma,“ segir Marlín Birna.
Ellen Kristjáns söngkona í fríðum barnahópi á Óðinsgötu, sennilega í bakgarði húss númer 14.
Barnahópur Ellen Kristjáns söngkona í fríðum barnahópi á Óðinsgötu, sennilega í bakgarði húss númer 14.
Einn af eftirminnilegum karakterum hverfisins var Leifur Jónsson, sem fæddist 1919 og lést 1989. Hann bjó lengstan hluta ævi sinnar hjá foreldrum sínum og síðar systkinum að Njarðargötu 27. Leifur var fyrirburi og skertur í þroska, en hann kunni á klukku, enda miðuðust allar hans gjörðir við klukkuna. Hann gekk mikið um hverfið og leit á klukkuna sína í gríð og erg.
Leifur Jónsson – eftirminnilegur karakter Einn af eftirminnilegum karakterum hverfisins var Leifur Jónsson, sem fæddist 1919 og lést 1989. Hann bjó lengstan hluta ævi sinnar hjá foreldrum sínum og síðar systkinum að Njarðargötu 27. Leifur var fyrirburi og skertur í þroska, en hann kunni á klukku, enda miðuðust allar hans gjörðir við klukkuna. Hann gekk mikið um hverfið og leit á klukkuna sína í gríð og erg.

Mynd: Erling Ó. Aðalsteinsson

Mynd tekin frá horninu á Baldursgötu og Óðinsgötu.
Séð frá Baldursgötu Mynd tekin frá horninu á Baldursgötu og Óðinsgötu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum