fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Magnað kvöld í boði Red Hot Chili Peppers

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 6. ágúst 2017 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkti mikil eftirvænting og stemning í Laugardalshöllinni síðasta kvöld júlímánaðar, enda tilefnið ærið: strákarnir í fönkrokkhljómsveitinni Red Hot Chili Peppers á leið á svið. Margir mættu vel undirbúnir, klæddir í boli eða fjárfestu í þeim á staðnum. En eins og vaninn er þá var hægt að kaupa varning merktan sveitinni á staðnum.

Red Hot Chili Peppers er ein af farsælustu hljómsveitum sögunnar, með yfir 80 milljón plötur seldar á heimsvísu, hefur verið tilnefnd til 16 Grammy-verðlauna (unnið sex þeirra) og þegar Billboard-listinn bandaríski er skoðaður þá hafa þeir átt flest lög í fyrsta sæti (13 talsins), flestar vikur í fyrsta sæti (85) og flest lög á topp tíu listanum (25 lög). Árið 2012 voru þeir innvígðir í frægðarhöll rokksins.

Flea talaði að mestu fyrir sveitina milli laga.
Flea í fjöri Flea talaði að mestu fyrir sveitina milli laga.

Mynd: ©Mummi Lu

Það var því ljóst að von var á góðri kvöldstund í Höllinni og strákarnir stóðu svo sannarlega undir væntingum. Helstu slagarar þeirra fengu að hljóma og tóku tónleikagestir vel undir. Bassaleikarinn Flea, sem hafði að mestu orðið milli laga, hrósaði einnig tónleikagestum sérstaklega fyrir að vera ekki stanslaust með símana á lofti og njóta frekar staðar og stundar. Vissulega fóru símar á loft af og til, enda nauðsynlegt að festa minninguna á samfélagsmiðla, en óvenju lítið var um eilífar upptökur eins og virðist vera orðin venja, frekar en undantekning.

Hreint út sagt, frábær kvöldstund fyrir eldri sem yngri aðdáendur strákanna í Red Hot Chili Peppers.

Árni Hrafn Falk, Guðbjörg María Jensdóttir, Sandra Rut Falk og Kristján Ársæll Jóhannesson. Árni og Sandra eru börn gítarleikarans góðkunna, Guðlaugs Falk, sem er nýlega fallinn frá.
Rokkarafjölskylda Árni Hrafn Falk, Guðbjörg María Jensdóttir, Sandra Rut Falk og Kristján Ársæll Jóhannesson. Árni og Sandra eru börn gítarleikarans góðkunna, Guðlaugs Falk, sem er nýlega fallinn frá.

Mynd: ©Mummi Lu

Chad Smith var kröftugur á trommunum.
Bak við settið Chad Smith var kröftugur á trommunum.

Mynd: Mummi Lú

Guðlaugur Einarsson gítarleikari Fufanu.
Guðlaugur Einarsson gítarleikari Fufanu.

Mynd: Mummi Lú

Félagarnir Matthías Hjartarson og Pétur Kristófer Oddsson búnir að kaupa bol og tilbúnir í tónleika.
Tveir í stíl Félagarnir Matthías Hjartarson og Pétur Kristófer Oddsson búnir að kaupa bol og tilbúnir í tónleika.

Mynd: Mummi Lú

Gítarleikarinn Josh Klinghoffer var flottur á sviðinu.
Einbeittur Gítarleikarinn Josh Klinghoffer var flottur á sviðinu.

Mynd: Mummi Lú

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson söngvari.
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson söngvari.

Mynd: Mummi Lú

Þessir félagar mættu að sjálfsögðu í Red Hot Chili Peppers-bol.
Bolur er standard Þessir félagar mættu að sjálfsögðu í Red Hot Chili Peppers-bol.

Mynd: ©Mummi Lu

Það var vel tekið undir í helstu lögum sveitarinnar.
Vinsæll Það var vel tekið undir í helstu lögum sveitarinnar.

Mynd: Mummi Lú

Jón Atli Helgason bassaleikari Fufanu.
Jón Atli Helgason bassaleikari Fufanu.

Mynd: ©Mummi Lu

Svo má alltaf breyta hljómsveitarbol eftir eigin smekk.
Í stíl Svo má alltaf breyta hljómsveitarbol eftir eigin smekk.

Mynd: ©Mummi Lu

Flea var fljótlega kominn úr að ofan enda mikill hiti og stemning í Höllinni.
Kominn úr Flea var fljótlega kominn úr að ofan enda mikill hiti og stemning í Höllinni.

Mynd: Mummi Lú

Feðgarnir Ingvar Axel og Bjarni Sveinn Kristjánsson.
Flottir feðgar Feðgarnir Ingvar Axel og Bjarni Sveinn Kristjánsson.

Mynd: ©Mummi Lu

Anthony Kiedis heilsar áhorfendum.
Velkomin Anthony Kiedis heilsar áhorfendum.

Mynd: Mummi Lú

Halldóra og Marinó Magnús Guðmundsson biðu spennt eftir að Red Hot Chili Peppers kæmi á svið.
Spennt að bíða Halldóra og Marinó Magnús Guðmundsson biðu spennt eftir að Red Hot Chili Peppers kæmi á svið.

Mynd: Mummi Lú

Áhorfendur flykkjast inn í Höllina.
Stemning Áhorfendur flykkjast inn í Höllina.

Mynd: ©Mummi Lu

Parið Dísa Þórudóttir og Pétur Pétursson hlakkaði til að sjá sveitina á sviði.
Mikil tilhlökkun Parið Dísa Þórudóttir og Pétur Pétursson hlakkaði til að sjá sveitina á sviði.

Mynd: Mummi Lú

Nýja Laugardalshöllin sómir sér vel fyrir tónleika af þessari stærðargráðu og vel var mætt í salinn.
Þétt staðið í Höllinni Nýja Laugardalshöllin sómir sér vel fyrir tónleika af þessari stærðargráðu og vel var mætt í salinn.

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“