fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Sam Shepard látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 4. ágúst 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikritaskáldið, leikarinn, rithöfundurinn og leikstjórinn Sam Shepard er látinn 73 ára gamall. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1979 fyrir leikrit sitt Buried Child og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmyndinni The Right Stuff árið 1983.

Shepard skrifaði um fimmtíu leikrit, auk smásagna og greina. New York Times sagði hann eitt sinn vera fremsta leikritaskáld sinnar kynslóðar. Hann lék í rúmlega fimmtíu kvikmyndum á ferlinum og í fjölda sjónvarpsþátta. Meðal þekktustu mynda hans eru The Right Stuff, Days of Heaven og Steel Magnolias. Á hvíta tjaldinu hafði Shepard áberandi sterkan og heillandi persónuleika.

Fyrri kona Shepard var leikkonan O-Lan Jones og með henni eignaðist hann son. Á hjónabandsárum sínum átti Shepard í stuttu ástarsambandi við söngkonuna Patti Smith. Þegar hann lék í kvikmyndinni Francis varð hann ástfangin af leikkonunni Jessicu Lange sem fór með aðalhlutverk myndarinnar. Þau hófu búskap árið 1983 og voru saman í nær þrjátíu ár en skildu árið 2009. Saman eignuðust þau tvö börn. Nokkrum vikum fyrir andlát Shepards sagði Lange í viðtali: „Ég myndi ekki segja að Sammy væri auðveldur í umgengni og skemmtilegur, en allir eiga sínar dökku hliðar og hann tekur á því með húmor.“

Shepard hafði í nokkurn tíma þjáðst af taugahrörnunarsjúkdómi sem að lokum dró hann til dauða. Hann lést á heimili sínu umkringdur börnum sínum og systrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein