fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Helga og Ólafur tóku skref út úr þægindahringnum

Reka tvo veitingastaði í náttúrufegurðinni á Snæfellsnesi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Helga Magnea Birkisdóttir og Ólafur Sólmundsson tóku u-beygju í lífinu árið 2014, fluttu úr Keflavík vestur á Snæfellsnes og opnuðu kaffihús á Hellnum. Nýlega opnuðu þau svo annan veitingastað á sömu slóðum, Stapann. Hjónin una sér vel fyrir vestan, umvafin fallegri náttúru og góðum nágrönnum.

„Við lentum bara hérna,“ segir Helga og hlær. Hjónin bjuggu í Sandgerði og Keflavík og voru ekkert í veitingabransanum þar. „Ég var búin að hugsa um að opna kaffihús, en var kannski of hrædd að stíga skrefið. Kaffihús hafa ekki gengið of vel í Keflavík.“

Helga og Ólafur tóku svo af skarið saman, seldu húsið í Keflavík, fluttu að Hellnum og stofnuðu fyrirtækið Birkisól, sem nefnt er eftir feðrum þeirra og í framhaldinu kaffihúsið Prímuskaffi. Og fyrir átta vikum opnuðu þau veitingastaðinn Stapinn, á Arnarstapa.

„Ég elska Keflavík, það er bara þannig,“ segir Helga. „En ég elska líka að vera hér. Það er svo mikil víðátta hérna og á hverjum degi er Stapafell fyrir framan mig. Fuglalífið hér er líka einstakt, ég veit ekki hvað þeir heita allir einu sinni. Ég get varla keyrt heim til mín fyrir ungum á veginum. Það er mikil orka hérna fyrir vestan.“

Prímus var skref út fyrir þægindahringinn

„Það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað,“ segir Helga, sem segist hafa verið komin í góðan þægindahring. Hún var búin að vinna við nokkur störf í Keflavík, meðal annars sem meðhjálpari í Hvalsnessókn og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

„Á Prímus er allt heimagert af mér, bæði uppskriftir, kökur og matur,“ segir Helga. Kaffihúsið er frekar stórt og voru fjárhús áður, sem breytt var í kaffihús. Prímus er vinsælt meðal ferðamanna og fullt af gestum sem koma þangað með rútum og er til dæmis fullt að gera í hádeginu.„Fyrsta árið kom varla Íslendingur hingað,“ segir Helga. „Við getum tekið á móti allt að 160 manns, við erum með einn 100 manna sal og svo annan 60 manna. Við vorum sem dæmi með brúðkaupsveislu fyrir Frakka síðastliðna helgi og stelpurnar sem vinna hjá okkur sáu um að klippa út hjörtu og handmála með málsháttum og tilvitnunum. Gestirnir voru einstaklega ánægðir með þetta framtak.“

„Við vinnum saman hérna hjónin og við erum með ofsalega flott starfsfólk á báðum stöðum hjá okkur, krakka frá Tékklandi sem eru metnaðarfull, glaðleg og áhugasöm. Sum þeirra, eins og Kata, eru hjá okkur þriðja sumarið í röð, þau eru öll að mennta sig í heimalandinu, en vilja eiga heima hérna á Íslandi.
Kata mætt þriðja sumarið í röð. „Við vinnum saman hérna hjónin og við erum með ofsalega flott starfsfólk á báðum stöðum hjá okkur, krakka frá Tékklandi sem eru metnaðarfull, glaðleg og áhugasöm. Sum þeirra, eins og Kata, eru hjá okkur þriðja sumarið í röð, þau eru öll að mennta sig í heimalandinu, en vilja eiga heima hérna á Íslandi.

Stapinn er gæluverkefnið okkar

Hjónin tóku síðan ákvörðun um að auka við veitingaúrvalið á svæðinu og opnuðu Stapann fyrir nokkrum vikum. „Stapinn er gæluverkefnið okkar og er í öðrum stíl, en Prímus. Hér fáum við meira einstaklinga, sem koma á eigin bílum og hafa tímann fyrir sér. Hér reynum við að koma til móts við þarfir allra, bjóðum upp á mat af grillinu, bæði hamborgara og fisk, við erum líka með tapasrétti sælgæti og ís. Hér getur þú sest inn og fengið þér öl. Við erum einnig með stóran pall, sem við leggjum áherslu á.“

„Ég legg mikla áherslu á að spila íslenska tónlist á Stapnum og Mmig langar að þróa staðinn frekar og bjóða til dæmis upp á tónleika, jafnvel útitónleika á pallinum. Það er freistandi með þennan stóra pall, að bjóða upp á eitthvað, hér er aðgengi í rafmagn.“ Helga er ekki óvön því að bjóða upp á viðburði, á Prímus kaffi hafa verið fimm myndlistarsýningar.
Hjónin á pallinum „Ég legg mikla áherslu á að spila íslenska tónlist á Stapnum og Mmig langar að þróa staðinn frekar og bjóða til dæmis upp á tónleika, jafnvel útitónleika á pallinum. Það er freistandi með þennan stóra pall, að bjóða upp á eitthvað, hér er aðgengi í rafmagn.“ Helga er ekki óvön því að bjóða upp á viðburði, á Prímus kaffi hafa verið fimm myndlistarsýningar.

Fimm mínútna keyrsla er á milli staðanna og því hægt um vik að velja þann sem hentar betur. Stapinn er opinn lengur og er opnunartími miðaður við fólkið á staðnum, ef að fólk er á svæðinu þá er opið lengur. Segir Helga að það hafi komið henni nokkuð á óvart hversu mikið af fólki væri á ferli þar á kvöldin. „Hér er fólk á kvöldin og jafnvel á nóttunni að rölta um og njóta náttúrunnar. Hér á svæðinu eru fjölbreyttir gistimöguleikar, fólk á sumarhús hér, það er hótel á Hellnum, gistiheimili og tjaldsvæði.“

Það er mikil vinna sem liggur að baki því að opna staði, eins og Prímus kaffi og Stapann og nefnir Helga sem dæmi að í ár fór hún í vikufrí í janúar og núna í júlí tók hún sér tvo frídaga. „Fyrsta árið tók ég mér eitt kvöld frí og fór í skírnarveislu. Þetta eru svona 16 tímar á dag, sem maður er að vinna. Maður vill auðvitað vera hér og halda utan um staðina og gæðin. En á móti kemur að fjölskylda og vinir eru dugleg að koma og heimsækja okkur, þar á meðal dæturnar okkar þrjár, sem eru búnar að standa sig vel með okkur og þrjú barnabörn.“

Stapann einkennir stór og mikill pallur sem snýr að Arnarstapavegi. „Ég er ofsalega ánægð með staðinn, Ómar Pétursson teiknaði húsið og Kristján Pétursson bróðir hans og fyrirtæki hans byggðu það. Þeir eru vandvirkir og vel gert hjá þeim. Það er svo fallegt hvernig veggurinn liggur í gegnum húsið.“
Stapinn Arnarstapa Stapann einkennir stór og mikill pallur sem snýr að Arnarstapavegi. „Ég er ofsalega ánægð með staðinn, Ómar Pétursson teiknaði húsið og Kristján Pétursson bróðir hans og fyrirtæki hans byggðu það. Þeir eru vandvirkir og vel gert hjá þeim. Það er svo fallegt hvernig veggurinn liggur í gegnum húsið.“

„Mér líður ofsalega vel hérna og fólkið sem býr hérna er alveg yndislegt,“ segir Helga. „Þegar ég var yngri var ég alltaf að mála Snæfellsjökul og málaði þá alltaf Stapafellið með, þau eru bara saman, eru bara systkini. Og þegar ég kaupi bústaðinn hér þá voru tvær leirmyndir eftir mig upp á vegg þar.“ Það var því kannski röð tilviljana sem olli því að u-beygjan færði þau hjón á Snæfellsnesið.

„Ég hlakka til þegar Stapinn verður orðinn 100% klár, en við erum ennþá að hanna hann. Vinnan hér er ofsalega skemmtileg og gefur okkur mikið, þetta er erfitt en þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“