fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Reiði Boroljubs

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mín helsta afþreying í amstri hversdagsins er að tefla á netinu. Í þá iðju nota ég snjallsímann minn og yfirleitt tefli ég svokallaðar leifturskákir á skáksíðunni vinsælu chess.com. Þá er umhugsunartíminn aðeins ein mínúta á mann og keppendur þurfa því að leika nánast án umhugsunar. Annars falla þeir á tíma og skákin tapast. Að sjálfsögðu er um algjöra vitleysu að ræða sem er fyrst og fremst skemmtileg afþreying. Að minnsta kosti í mínum huga

Fyrir nokkrum árum mætti ég fyrst alþjóðlegum meistara frá Serbíu, Borljub Zlatanovic að nafni. Þá hafði ég óskað eftir að tefla skák við einhvern af handahófi og fékk viðureign gegn Serbanum. Ekki man ég eftir skákinni en í huga Boroljubs virðist hún vera afar eftirminnileg.

Síðan þá höfum við teflt örugglega hundrað skákir. Það er kannski fullt djúpt í árina tekið að segja að við höfum teflt því í hvert skipti sem skák byrjar á milli okkar þá neitar Boroljub að leika einn einasta leik. Hann lætur einfaldlega tímann renna út og sættir sig við tap. Á meðan fær hann útrás í spjallkerfi síðunnar og kallar mig öllum illum nöfnum, yfirleitt á móðurmálinu. Ég þýði hvert orð á Google Translate enda hef ég stórkostlegan áhuga á brjálæðingum.

Eftir nokkurra ára samfellt reiðikast þá datt mér loks í hug að freista Boroljubs. Skák milli okkar byrjaði og ég bauð honum 30 sekúnda forskot. Að tímanum liðnum lék ég loks leik og viti menn. Í fyrsta skipti í nokkur ár heiðraði Boroljub mig með því að leika leik á skákborðinu. Úr varð sviptingasöm skák og þrátt fyrir stjarnfræðilegar líkur þá tókst mér að máta Serbann.

Viðbrögðin hefðu líklega ekki átt að koma mér á óvart. Boroljub brjálaðist. Síðustu vikur hefur hann daglega sent mér serbneskar svívirðingar á Facebook. Hvert orð er sem ljúffengur konfektmoli í mínum augum og ég þýði þau af kostgæfni. Staðfesta og þolinmæði eru aðdáunarverðir mannkostir, líka hjá brjálæðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“