fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Adele veik – Fellir niður síðustu tvenna tónleika sína

Raddböndin gáfu sig eftir 121 tónleika

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. júní 2017 23:56

Raddböndin gáfu sig eftir 121 tónleika

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska söngkonan Adele birti fyrir stuttu tilkynningu á Facebook og Instagram að síðustu tveir tónleikar hennar í London myndu falla niður, að læknisráði. Adele er nú að ljúka sínu fyrsta (og væntanlega síðasta) heimstónleikaferðalagi. Síðustu fjórir tónleikarnir eru í London, tveimur er lokið, en nú er ljóst að ekkert verður af seinni tveimur.

Tveimur tónleikum á Wembley leikvanginum er lokið, 28. og 29. júní síðastliðinn og síðustu tveir tónleikar Adele áttu að vera 1. og 2. júlí. Tónleikarnir 28. júní slógu met í aðsókn á Wembley og meðal annars hefur mikill fjöldi íslendinga lagt leið sína til London til að hlýða á Adele. Var hún búin að tilkynna að eftir tónleikaferðalagið ætlaði hún í frí og líklega aldrei syngja á tónleikum aftur. Sjá umfjöllun um tónleikana 28. júní hér

Var Adele búin að syngja á 121 tónleikum og tveir voru eftir, en raddböndin gáfust einfaldlega upp.

Í tilkynningu Adele segir hún að hún hafi þurft að rembast við að syngja á fyrri tveimur tónleikunum og að í dag hafi hún farið til hálslæknis, sem tjáði henni að hún væri búin að skaða raddböndin og var henni bannað að syngja nú um helgina. Segir hún í tilkynningu hennar að hún sé gjörsamlega miður sín og hafi íhugað að „mæma“ á tónleikunum núna um helgina, en hinsvegar ekki viljað gera aðdáendum sínum það.

Það er því ljóst að margir aðdáendur Adele sem ætluðu að fara á tónleika hennar á laugardags- og sunnudagskvöld verða að bíta í það súra epli að missa af henni á tónleikum, því ekki er vitað á þessari stundu hvort fundin verður ný dagsetning fyrir tónleikana eða miðar einfaldlega endurgreiddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir