fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ráð frá Helen Mirren

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Helen Mirren er sjötíu og eins árs og því lífsreynd kona. Hún hélt nýlega ræðu í Tulane-háskólanum í New Orleans og gaf nemendum ráð. Hún ráðlagði þeim að hafa fimm reglur í heiðri og þá myndi þeim vel farnast.

Fyrsta reglan sem á að tryggja hamingjuríkt líf er að þjóta ekki í hjónaband og rugla alls ekki saman kynlífi og ást. Leikkonan gekk seint í hjónaband og er alsæl með mann sinn, bandaríska leikstjórann Taylor Hackford. Hún segir mikilvægt að styðja makann og gefa honum frelsi til að láta drauma sína rætast. Mirren og Hackford fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli í ár.

Regla númer tvö er að koma eins fram við alla, allir eigi rétt á að komið sé fram við þá af virðingu. Þriðja reglan er að láta sér á sama standa um þá sem dæma mann eftir útliti, sérstaklega ef viðkomandi er nafnleysingi á netinu. Fjórða reglan sem Helen Mirren nefndi er að óttast ekki óttann. „Kastið frá ykkur varkárni. Horfið í andstyggilegt andlit óttans og ryðjist áfram. Og þegar þið skjótist fram úr óttanum snúið ykkur við og sparkið í rassinn á honum,“ sagði Mirren. Fimmta og síðasta regla leikkonunnar er að forðast að flækja hlutina um of.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“