fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Var ekki með stoppara

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 20. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mamma sagði að ég væri alveg eins og frændur hennar í móðurætt. Ég varð mikið ölvaður og var ekki með stoppara eins og maður kallar það. Ég byrjaði ungur að drekka, drakk mikið og illa. Ég druslaðist í gegnum námið og náði prófunum. Árið 1976 fór ég út á land og starfaði þar sem læknir og tveimur árum síðar var ég kominn í meðferð, þrjátíu og eins árs gamall,“ segir Þórarinn Tyrfingsson sem er að láta af störfum yfirlæknis á Vogi. Hann er í viðtali í helgarblaði DV.

„Það tók mig ein tólf ár að átta mig á því að ég hefði kannski ekki verið skemmtilegur með víni,“ segir Þórarinn. „Undir lokin var ég kominn í algjörlega stjórnlausa drykkju á hverjum degi og gat ekki hætt. Ég var á þeim stað þegar ég fór í meðferð að háskólafélagarnir vildu lítið kannast við mig. Það var allt í lagi, ég átti aldrei neina vini meðal lækna, mínir vinir voru í boltanum og mér þótti vænt um þá.

Nokkrum mánuðum eftir meðferð fór ég að vinna fyrir SÁÁ og varð svo yfirmaður á Vogi 1984. Það má kannski segja að ég hafi drukkið mig inn í þessi djobb.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins