fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Goldie Hawn mælir með hugleiðslu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goldie Hawn leikur í sinni fyrstu mynd í fimmtán ár. Leikkonan, sem er 71 árs, leikur móður Amy Schumer í myndinni Snatched. Afar vel mun hafa farið á með þessum tveimur þekktu gamanleikkonum. Á þeim árum sem Hawn hefur verið frá kvikmyndaleik hefur hún einbeitt sér að því að reka miðstöð sem aðstoðar börn sem hafa orðið fyrir áföllum og stór hluti af meðferðinni felst í hugleiðslu. „Ég vil hjálpa börnum sem eru hrædd. Ég veit hvernig það er að vera hrætt barn,“ segir hún.

Hawn hefur sterka trú á mætti hugleiðslu, bæði fyrir börn og fullorðna. Hún var afar kvíðið barn sem ólst upp á tímum kalda stríðsins og óttaðist kjarnorkustríð meira en nokkuð annað. Hún segir hugleiðslu hafa hjálpað sér í gegnum alls kyns erfiðleika, þar á meðal sambandsslit og læknað þreytu og álag.

Leikkonan átti tvö hjónabönd að baki þegar hún kynntist leikaranum Kurt Russell. Hún segist hafa orðið ástfangin af honum eftir að hafa tekið eftir því hversu fallega hann kom fram við börn hennar tvö. Þau Russell ólu upp börn hennar og eiga saman einn son. Þau hafa verið saman í þrjátíu og fjögur ár en aldrei gengið í hjónaband. Hawn segir þau vera sammála um að engin þörf sé á því. Hún eigi sínar eignir og hann sínar, en þau séu saman og mjög hamingjusöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun