fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

FAST AND THE FURIOUS 8 HEFST Á KÚBU

Einstök stemning Kúbu í myndum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta mynd kvikmyndaseríunnar Fast and the Furious og sú áttunda í röðinni, The Fate of the Furious, er nú í sýningu í kvikmyndahúsum hér á landi, sem og erlendis. Myndin hefur fengið feiknagóðar viðtökur hjá kvikmyndaaðdáendum og þykir hafa endurvakið eiginleika fyrstu myndanna, en serían dalaði aðeins um miðbik hennar. Í FF8 ferðast hópurinn heimshorna á milli til að koma í veg fyrir hamfarir á heimsvísu.

Myndin er veisla fyrir aðdáendur flottra og hraðskreiðra bíla, fallegra sköllóttra manna og föngulegra kvenna. Sagan hefst á Kúbu og fyrsti kappaksturinn á sér stað í höfuðborginni Havana. Ljósmyndari blaðsins hefur margoft ferðast til Kúbu og fangað þar stemningu eyjunnar, sem hér getur að líta í máli og myndum. Það er um að gera fyrir kvikmyndaaðdáendur að skella sér í bíó með popp og kók og upplifa rússíbanaferð FF8 með eigin augum.

Hefðbundin eldri kona á Kúbu með vindil.
KELLURNAR Á KÚBU Hefðbundin eldri kona á Kúbu með vindil.
Barinn La Floridita, þar sem rithöfundurinn Ernest Hemingway sat alla daga, drakk, borðaði og skrifaði, er mjög vinsæll meðal ferðamanna. Hemingway sagði að þar fengist heimsins besti daquiri. Barnum er haldið í upprunalegri mynd.
HEIMABAR HEMINGWAY Barinn La Floridita, þar sem rithöfundurinn Ernest Hemingway sat alla daga, drakk, borðaði og skrifaði, er mjög vinsæll meðal ferðamanna. Hemingway sagði að þar fengist heimsins besti daquiri. Barnum er haldið í upprunalegri mynd.
Veggspjald af byltingarmanninum Che Guevara trónir yfir fjölskyldu sem undirbýr sig fyrir bæjarferð á rússneskri vespu.
FJÖLSKYLDUFERÐ Veggspjald af byltingarmanninum Che Guevara trónir yfir fjölskyldu sem undirbýr sig fyrir bæjarferð á rússneskri vespu.
Kabarett- og næturklúbburinn Tropicana var opnaður 1939, mafían á Kúbu gerði hann síðar að sínum heimastað. Klúbburinn fékk að starfa alla tíð án afskipta Castro, fyrrverandi einræðisherra, og er í dag vel sóttur af ferðamönnum og léttir pyngju þeirra.
KABARETTKLÚBBURINN Kabarett- og næturklúbburinn Tropicana var opnaður 1939, mafían á Kúbu gerði hann síðar að sínum heimastað. Klúbburinn fékk að starfa alla tíð án afskipta Castro, fyrrverandi einræðisherra, og er í dag vel sóttur af ferðamönnum og léttir pyngju þeirra.
Hér er Hreyfill Kúbumanna, glæsilegur og forn leigubílafloti.
VANTAR ÞIG TAXA? Hér er Hreyfill Kúbumanna, glæsilegur og forn leigubílafloti.
Götumynd á Kúbu, með Chevrolet 59 í forgrunni.
DÆMIGERÐ GÖTUMYND Götumynd á Kúbu, með Chevrolet 59 í forgrunni.
Í flestum kappaksturssenum í kvikmyndum má sjá fallega stúlku sem lyftir upp klút og lætur hann síðan falla þegar keyrt er af stað.
FÖNGULEGT FLJÓÐ Í flestum kappaksturssenum í kvikmyndum má sjá fallega stúlku sem lyftir upp klút og lætur hann síðan falla þegar keyrt er af stað.
Í bakgrunni má sjá skriðdrekann sem Castro keyrði inn í Havana þegar hann tók völd á Kúbu og steypti þáverandi forseta, Fulgencio Batista, af stóli.
SKRIÐDREKI CASTRO Í bakgrunni má sjá skriðdrekann sem Castro keyrði inn í Havana þegar hann tók völd á Kúbu og steypti þáverandi forseta, Fulgencio Batista, af stóli.
Föngulegt fljóð og flottur eðalvagn.
EINKENNI KÚBU Föngulegt fljóð og flottur eðalvagn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun