fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Harry Potter sló í gegn á Olivier-verðlaunahátíðinni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laurence Olivier-leiklistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í London síðastliðinn sunnudag. Leikritið vinsæla Harry Potter og bölvun barnsins sankaði að sér verðlaunum, var tilnefnt til ellefu verðlauna og hlaut níu. Þar á meðal var það valið besta leikritið, John Tiffany var valinn besti leikstjórinn, leikarinn Jamie Parker fékk verðlaun fyrir leik sinn en hann fer með hlutverk Harrys Potter. Norma Dumezweni var valin besta leikkona í aukahlutverki, en hún leikur Hermione Granger, og Anthony Boyle var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Scorpius Malfoy. Kvöldið var sigur fyrir alla aðstandendur leikritsins um Harry Potter en slegist er um miða á sýninguna.

Verðlaunaður fyrir túlkun sína á Scorpius Malfoy.
Anthony Boyle Verðlaunaður fyrir túlkun sína á Scorpius Malfoy.

Meðal sigurvegara sem tengdust ekki Harry Potter-sýningunni má nefna að leikkonan Billie Piper var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Yermu eftir Lorca.

Fékk verðlaun fyrir leik sinn í Jermu.
Billie Piper Fékk verðlaun fyrir leik sinn í Jermu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann