fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ragnheiður: „Við í björgunarsveitinni erum svo sannarlega til staðar fyrir ykkur eins og þið eruð til staðar fyrir okkur“

Auður Ösp
Mánudaginn 23. janúar 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það skiptir ótrúlega miklu máli að hafa gott bakland þegar maður er að taka þátt í þessu starfi,“ segir Ragnheiður Guðjónsdóttir, meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og ein af þeim rúmlega mörg hundruð björgunarsveitarmeðlimum sem tóku þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur nú um helgina. Um er að ræða einhverja umfangsmestu leit sem farið hefur fram hér á landi.

Alls komu nær 800 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu nú um helgina en í hópnum voru leitarmenn, aðgerðastjórnendur og aðilar frá slysavarnardeildum sem sinntu hátt í tvö þúsund verkefnum. Fjölmörg fyrirtæki lögðu til veglegar matar og aðfangagjafir en rúmlega 40 slysavarnakonur sáu um að nægur matur væri til reiðu fyrir leitarfólk í í Grindavík, Reykjanesbæ, á Akranesi, í Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík.

Ófáir Íslendingar hafa skrifað hlýjar kveðjur til björgunarsveitanna á samfélagsmiðlum undafarna sólarhringa og þakkað fyrir óeigingjarnt starf. Þá hefur Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu afþakkað fjársöfnun en þess í stað hvatt einstaklinga til að safna fyrir tækjabúnaði lögreglu og björgunarsveitanna.

Átta ár eru síðan Ragnheiður varð fullgildur meðlimur í björgunarsveitinni og hefur því náð að safna vel í reynslubankann. Í samtali við blaðamann segir hún stemninguna sem myndaðist um helgina í kringum leitina að Birnu hafa verið einstaka.

„Stórar leitir eru á nokkurra ára fresti en það er ekkert sem kemst nálægt þessu. Ég hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var magnað að fá upplifa þessa samheldni í hópnum. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að vinna með svona miklu fagfólki.“

Ragnheiður tjáði sig einnig um leitarstarfið í pistli á fésbók sem fengið hefur frábærar undirtektir.

„Síðusta vika hefur tekið á, á milli þess sem ég var ekki í vinnuni hoppaði ég í útkall á kvöldin og nóttinni, þreytan gerði alveg vart við sig en alltaf á maður aðeins meira til að gefa af sér í leitina. Í dag fékk ég frí í vinnunni til að taka áfram þátt í einni umfangsmestu leiti sem hefur verið, þökk sé frábærum vinnu veitanda. Svo auðvitað tróð maður tíma þarna inni til að hitta barn og kærasta í mýflugu mynd. Elmar Óðinn veit að mamma er úti í verkefni með björgunarsveitinni og Davíð veit hversu mikil skotta ég er þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir honum. Þolinmæðin sem hann hefur,“

ritar Ragnheiður í pistli sínum.

„Í björgunarsveitar húsinu okkar hérna í Hafnarfirði er stjórnstöðin meðan aðgerðin stendur yfir. Allt björgunarsveitar fólk er með aðstöðu þar og er með aðgang að endalausum mat, þökk sé fyrirtækjum og stelpunum í slysavarnafélögunum sem smyrja og elda endalaust ofan í okkur og passa að það sé kaffi á könnunni allan tímann. Þær hugsa svo vel um okkur að þær eru eins og mömmur manns, passa alveg uppá okkur að allir hafi næga orku.“

Þá minnist Ragnheiður einnig á framlög fyrirtækja sem lögðu til matargjafir, fatnað og ýmislegt fleira til að létta undir með björgunarsveitarfólkinu.

„Ótal fyrirtæki hafa komið með drykki, mat, bakkelsi,ullar sokka, batterí (jújú við þurfum batterí í okkar tæki), einnig var boðin þyrla í verkefni sem auðveldaði okkur leitina á ýmsum svæðum. Svo hefur hinir og þessir komið með ný bakað af heiman. Takk! Þjóðin stendur sko sannarlega saman þegar þörfin er. Eftir þessa löngu viku hef ég fengið hvatningar orð frá fólki sem ég þekki. Takk og aftur takk, í alvöru þessi orð drífa mann áfram í svona löngu verkefni,“ ritar Ragnheiður jafnframt um leið og hún bendir á að það traust sem þjóðin beri til björgunarsveitarfólks sé svo sannarlega gagnkvæmt.

„Þjóðin ber traust til björgunarsveitarinnar og ég held að ég geti með hreinni samvisku sagt að við í björgunarsveitinni erum svo sannarlega til staðar fyrir ykkur eins og þið eruð til staðar fyrir okkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára