fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Sönn ást frægra hönnuða

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 22. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin spyr ekki um aldur, það vita fatahönnuðirnir Vivienne Westwood og Andreas Kronthaler. Hún er 75 ára og hann fimmtugur og þau hafa verið í hamingjusömu hjónabandi síðan 1992. Þegar þau kynntust var hann 22 ára og hún 47 ára og enginn átti von á að sambandið myndi endast. Þau hittust fyrst í Ástralíu þegar hann var nemandi í listaháskóla og hún var gestaprófessor. „Um leið og hún byrjaði að tala opnaðist sál mín upp á gátt,“ segir Andreas. Hann vissi að hann vildi vera með henni. Hann elti hana til London og varð lærlingur í fyrirtæki hennar og síðan hönnuður. Vivienne segir að hann sé mesti fatahönnuður heims. Andreas dáir konu sína takmarkalaust. Ég hef unun af því að vera með henni og hef unun af að fylgjast með því hvernig hún sér heiminn. Hún er grundvallaratriðið í lífi mínu,“ sagði hann í nýlegu viðtali við Sunday Times.

Vivienne er mjög pólitísk, staðfastur umhverfisverndarsinni, hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum, og er óhrædd við að viðra skoðanir sínar. Hún stundar jóga og hjónin fara flestar sinna ferða á hjóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra