fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

„Það er rosa hollt að fá nei“

Það var blaut tuska í andlitið á Ævari Þór þegar hann komst ekki inn í leiklistarnámið í fyrstu tilraun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. mars 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist Ævari Þór Benediktssyni, leikara, dagskrárgerðarmanni og rithöfundi, aðeins erfiðara en hann hafði gert ráð fyrir að komast inn í leiklistardeild Listaháskóla Íslands, en það hafðist á endanum. „Ég komst ekki inn í fyrstu tilraun og það var mikið áfall fyrir tvítugan áhugaleikarann. Mér hafði gengið svo vel í leikfélaginu í MA, setti upp einleik sem ég túraði með um landið þegar ég var 17 ára og tók þessu bara sem gefnu. Auðvitað kæmist ég inn. Inntökuprófin voru í þremur hollum. Ég komst í lokahópinn. Við vorum 18 eftir minnir mig og átta komust inn. Ég var einn af hinum tíu. Ég fékk bréfið í pósti, mjög dramatískt, og ég varð auðvitað miður mín. En eftir á að hyggja var þetta eiginlega það besta sem gat komið fyrir mig. Það er rosa hollt að fá nei. Að taka þessu ekki sem gefnum hlut. Það er ekkert sjálfsagt að komast inn í námið og alls ekki sjálfsagt að fá vinnu eftir útskrift.“

Þegar Ævar komst inn árið eftir lenti hann í frábærum bekk, og hann hefði alls ekki viljað missa af samfylgdinni við þá félaga sína sem hann kynntist þar. Þótt bekkurinn á undan hafi líka verið frábær.
Eftir útskrift komst Ævar svo fljótlega á samning hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann meðal annars gerðist svo frægur að leika Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. En á sama tíma var hann byrjaður með Ævar vísindamann í útvarpinu út frá verkefninu í Vitanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins