fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Kvöldið sem Birgir Axelsson dó

Hefði getað misst að minnsta kosti 8 fingur – Hugsaði um það eitt að komast heim til að drekka

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Axelsson er á góðum stað í lífinu. Hann rekur eigið fyrirtæki og er eftirsóttur í ýmiss konar skapandi verkefni í garðyrkjubransanum. Hann á tvö heimili og son sem hann sinnir af alúð. Þess á milli þeysist hann um á mótorhjóli víða um jarðir. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður heimsótti Birgi í hellinn hans í Hafnarfirðinum. Þar eru mótorhjól, og græjur uppi um alla veggi og mildur smurolíukeimur í loftinu.

Kvöldið sem Biggi dó

Föstudagskvöld um miðjan febrúar árið 2004 varð örlagaríkt, en það kvöld dó Biggi. „Þetta var bara ágætur dagur. Ég fór út að djamma og um nóttina ætlaði ég að ganga heim til mín á Grundarstíginn en man ekki eftir að hafa komist á leiðarenda.“ Biggi vaknaði hins vegar á Gjörgæsludeild Landspítalans, allur í snúrum og slöngum, tengdur í pípandi tæki.

„Ég hafði verið lífgaður við og fékk að vita að ég hefði fundist úti í 15 stiga frosti. Ég hafði greinilega komist heim, en ákveðið að fara aftur út á nærfötunum. Ég fraus þarna í hel, hér um bil, og endaði þannig á gjörgæslunni. Ég man eftir að horfa á hendurnar og sjá þar eitthvað sem líktist kolsvörtum banönum. Það voru fingurnir, illa kalnir. Í fyrstu var ráðgert að taka af mér að minnsta kosti átta fingur, en fyrir eitthvert kraftaverk kom læknir á vakt, sem taldi að hægt væri að bjarga höndunum. Það er ekki á hverjum degi sem svona kal sést á manni sem er á lífi. Í staðinn fór ég í aðgerð þar sem dautt hold var fjarlægt, og átti í kjölfarið að fara í litla aðgerð tvisvar á dag. Sársaukinn var hryllilegur en ég hugsaði um það eitt að komast heim til að geta byrjað að drekka aftur, enda var bara laugardagsmorgunn.“

Áfram með partíið

Móður Bigga leist að vonum ekki á að hann færi heim, enda líkur á að hann missti hendurnar, og úr varð að geðlæknir mat hann með tilliti til nauðungarvistunar. „Það var fullkomlega eðlilegt að maður sem stóð frammi fyrir því að missa hendurnar staldraði aðeins við á sjúkrahúsi. En mér fannst það ekki. Þetta var auðveldur leikur og ég var með skýr markmið – að komast heim til að halda partíinu gangandi.“

Bigga var skutlað heim, skólausum í gallabuxum og með umbúðir á báðum höndum. „Ég var nú hálftættur en lét samt eins og ekkert væri eðlilegra. Ég vildi bara vera einn en var algjörlega ósjálfbjarga. Það var til dæmis mjög mikil kúnst að opna vínflösku án handa, og kveikja í sígarettu. Þetta hafðist þó og þarna sat ég og drakk, tæplega sólarhring eftir að ég fannst líflaus og frosinn. Seinnipartinn var ég kominn í mikinn partígír en það var ekki nokkur leið að klæða sig með umbúðir á báðum höndum. Mér fannst eðlilegast í stöðunni að sparka í hurðina hjá nágrannanum og fá hann yfir til að klæða mig í sparifötin. Svo dreif ég mig niður á Nelly’s þar sem djamm kvöldsins byrjaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli