fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Carrie Fisher fær bakþanka

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Carrie Fisher segir frá því í endurminningum sínum að hún hafi átt í nokkurra mánaða ástarævintýri með Harrison Ford þegar þau léku saman í fyrstu Star Wars-myndinni fyrir ótal mörgum árum. Fisher var þá 19 ára og Ford, sem var kvæntur fyrstu eiginkonu sinni, var 33 ára gamall. Fisher segist nú hafa nokkra sektarkennd vegna þessarar uppljóstrunar.

Í skemmtiþætti Graham Norton sagði Fisher að það hefði komið henni á óvart hversu mikla athygli þessi uppljóstrun hennar hefði fengið og henni þyki það vandræðalegt. Fjölmiðlar hafi síðan búið til fréttir, eins og þær að hún hefði sagt að Ford hefði verið ómögulegur í rúminu, en það hefði hún aldrei sagt. Hún hafði samband við Ford þegar hún vann að endurminningum sínum og sagði honum að hún ætlaði þar að birta dagbókarbrot sem tengdust honum. Hann svaraði henni í gríni að hann myndi hafa samband við lögfræðing sinn.

Fisher og Ford hafa verið vinir í gegnum árin og unnu saman á síðasta ári í Star Wars – The Force Awakens. Fisher segir að góð vinátta þeirra geri að verkum að hún sé nú með sektarkennd yfir því að hafa sagt frá stuttu ástarsambandi þeirra. Hún sagðist vera viss um að hinn hlédrægi Ford væri alls ekki hrifinn af fréttaflutningi af málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina